Fótbolti

„Þetta Liverpool-lið kann ekki að verjast“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rio Ferdinand, fyrrverandi leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, fór hörðum orðum um varnarleik Liverpool eftir 3-3 jafnteflið við Sevilla í E-riðli Meistaradeildar Evrópu í gær.

Liverpool var 0-3 yfir í hálfleik en gaf eftir í seinni hálfleik og kastaði frá sér tveimur stigum.

„Það hefði verið hægt að koma í veg fyrir öll mörkin þarna. Þetta er mikilvægur tími, dagarnir fram að helginni er tími fyrir stjórann til að blása lífi í liðið og reyna að líta á jákvæðu hliðarnar,“ sagði Ferdinand á BT Sport í gær.

„Þeir eru betri þegar þeir sækja en bestu liðin geta spilað á mismunandi hátt og í augnablikinu kann þetta Liverpool-lið ekki að verjast,“ bætti Ferdinand við.

Þrátt fyrir vonbrigðin í gær nægir Liverpool að vinna Spartak Moskvu á Anfield í lokaumferðinni til að vinna riðilinn.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×