Hönnunarverslunin Kraum gjaldþrota: „Nánast ógerlegt“ að reka fyrirtæki í miðborginni Daníel Freyr Birkisson skrifar 4. desember 2017 09:00 Mynd úr verslun Kraums í Aðalstræti 10 en hún flutti árið 2016. vísir/ernir Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar. Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Hönnunarverslunin Kraum var á dögunum tekin til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur. Lögbirtingablaðið birti tilkynningu þess efnis. Fyrrverandi framkvæmdastjóri verslunarinnar segir það nánast ógerlegt að reka fyrirtæki í miðbænum. Nýir eigendur tala á svipuðum nótum. Fyrirtækið greindi nýlega frá fyrirhuguðum flutningum af Laugavegi yfir á Hljómalindarreitinn, Hverfisgötu 34 og þar sem opnuð verður ný verslun. Kraum tók til starfa árið 2007 í elsta húsi Reykjavíkur í Aðalstræti.Dapurlegt um að litast í miðbænumMikið hefur verið rætt um erfitt rekstrarumhverfi verslana, veitinga- og skemmtistaða í miðbænum. Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums, segir reksturinn ekki auðveldan. „Í hreinskilni sagt er það nánast ógerlegt [að reka verslun í miðbænum]. Það er þess vegna sem mjög margar verslanir hafa flúið og er orðið afar dapurlegt um að litast í miðbænum.“ Fréttastofa spurði Önnu hvort að Kraum hafi fengið að finna fyrir hækkandi leiguverði. „Algjörlega, þegar við vorum að flytja [úr Aðalstræti] var leiguverð farið að hækka gríðarlega mikið.“Anna María Jónsdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kraums.Vísir/ErnirVísir greindi frá því þegar fyrirtækið þurfti að flytja sig um set úr Aðalstræti 10 vegna hækkandi leigu Minjaverndar, sem leigði þá út húsið.Nýir eigendur tala á svipuðum nótumFyrir um það bil ári fór fram sala á Kraum og tóku nýir eigendur við. Það er fyrirhuguð áætlun þeirra að flytja verslunina á Hljómalindarreitinn í umhverfi við tiltölulega nýbyggt Canopy-hótel. „Rekstur Kraum í þeirri mynd sem hann var gekk því miður ekki eftir. Það er þó engum blöðum um það að fletta að himinhátt leiguverð í miðbænum hafði sína sögu að segja hvað reksturinn varðar,“ kemur fram í skriflegri yfirlýsingu sem fréttastofu barst. Þeir viðra áhyggjur sínar yfir þróuninni. „Þetta er mikið áhyggjuefni því allir vilja að sjálfsögðu sjá blómlega borg með fjölbreyttri þjónustu. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist með nýjum verslunar- og þjónusturýmum sem verið er að byggja upp, meðal annars í Hafnarstræti, á Hörpureitnum og víðar í miðborginni. Vonandi verður það til þess að leiguverð lækki nokkuð svo fjölbreytt flóra verslunar og þjónustu fái að vaxa og dafna í miðborginni.“ Ekki hafa fengist skýr svör við því hvaða félag sér um rekstur nýrrar verslunar.
Tengdar fréttir Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02 Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Kraum gert að yfirgefa elsta hús borgarinnar Minjavernd auglýsir eftir rekstraraðilum fyrir Aðalstræti 10 síðar í vikunni. Starfsfólk Kraums segist mjög leitt yfir því að þurfa að kveðja. 1. febrúar 2016 18:02