Manneskjan þráir aðeins frið Þórdís Lilja Gunnarsdóttir 30. nóvember 2017 11:45 Rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir segir vonina vera eldsneyti mannsins sem haldi honum gangandi í erfiðum aðstæðum lífsins. MYND/EYÞÓR Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. „Íslendingar eru lúxuskettir sem búa í Paradís. Við höfum það ótrúlega gott. Og við höldum að allir í heiminum vilji búa á Íslandi en í rauninni er yfirþyrmandi flókið fyrir flóttafólk að setjast að í jafn framandi landi og okkar,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „En auðvitað þrá flestir að komast aftur heim til sín, rétt eins og við myndum gera í sömu aðstæðum. Flóttafólk glímir við grimman veruleika, sorg, þrá og eftirsjá, enda mikill harmur að horfa á veröld sína hrynja og horfast í augu við það að geta jafnvel aldrei snúið aftur heim. Það óskar sér enginn þess í lífinu að leggja af stað á lífshættulegan flótta eftir að heimilið hefur verið sprengt upp og ástvinir myrtir.“ Kristín Helga hefur skrifað bókina Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels, um fjórtán ára dreng sem hættir lífi sínu á flótta frá heimili sínu í Sýrlandi, sem orðið er rústir einar. Á sama tíma tekst sýrlensk fjölskylda í Kópavogi á við það flókna verkefni að fóta sig í nýju landi. „Ishmael er ekki raunverulegur, en samt er hann til og hann er allsstaðar á ferðinni,“ segir Kristín Helga sem var nýlega stödd í heimsborginni Lundúnum. „Á bókarkápunni er mynd af dreng sem grúfir sig ofan í hné sín og í London fannst mér ég sjá hann allsstaðar í þessari sömu stellingu, svangan, einan og heimilislausan, þar sem fólk klofaði yfir hann fyrir utan stórmarkaðina. Og þótt Ishmael sé skálduð persóna stendur hann mér nærri því hann er fulltrúi svo ótrúlega margra barna í lífshættulegum aðstæðum.“ Kristín Helga bendir á óþægilega staðreynd í íslenskum veruleika. „Á hverju einasta ári koma að meðaltali tíu flóttabörn til Íslands, ein á ferð og án foreldra sinna, og við höfum mjög lítil úrræði handa þeim, en einhver. Það er ráðaleysi gagnvart þessum börnum, jafnvel þótt allsstaðar sé fólk sé á biðlista eftir börnum. Og á þessu augnabliki nú eru yfir 300 þúsund flóttabörn af vafra eftir strætum Evrópu, fylgdar- og foreldralaus. Það er óþolandi staðreynd.“Kristín Helga starfaði lengi sem fréttamaður hjá Stöð 2. Sem gamall fréttamaður vildi hún búa til mósaíkmynd úr veruleika þeirra sem þurft hafa að hlaupa að heiman með tvær hendur tómar og aðlagast nýju lífi í framandi landi.MYND/EYÞÓRMátum spor annarraNýja bók Kristínar Helgu er heimildaskáldsaga, unnin upp úr viðtölum, fréttum og heimildum um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, afdrif fólks og örlög þess. „Þetta eru tvær sögur sem fléttast saman, ein áfram en hin aftur á bak. Önnur er um kvótaflóttafjölskyldu og hin um hælisleitanda og sagan vindur sig áfram til Íslands,“ útskýrir Kristín Helga sem lauk háskólaprófi í fjölmiðlafræði í Utah í Bandaríkjunum og starfaði í ellefu ár sem fréttamaður og oftast í erlendum fréttum hjá Stöð 2. „Sem gamall fréttahaukur langaði mig að safna sögum margra og búa til mósaíkmynd úr veruleikanum. Breski stjórnmálamaðurinn Ben d‘Israeli sagði eitt sinn að besta leiðin til að kynna sér málefni væri að skrifa um það bók. Mig langaði að kynna mér lífsreynslu þeirra sem þurft hafa að hlaupa að heiman með tvær hendur tómar og vonina að vopni, og lenda á jafna undarlegum stað og Íslandi. Sjá hvaða lífsreynslu flóttafólk er með í farteskinu þegar það lendir hér og þarf að aðlagast þessu agnarsmáa samfélagi lengst norður í hafi, langt frá heimahögunum sem það sér jafnvel aldrei aftur. Og ég held að eftir því sem maður er upplýstari er auðveldara að mynda sér skoðun og skilning með kærleika, víðsýni og umburðarlyndi að leiðarljósi.“ Kristín Helga fór þó ekki alla leið til stríðshrjáða Sýrlands til að finna Ishmael. „Ég segi söguna með mínum vestrænu augum. Mér finnst mikilvægt að sagan sé sögð með öllum augum því Jörðin er bara lítil pláneta, mannmargt heimili og við búum hérna við öll saman. Við erum ekki svo ólík þegar allt er talið og upp er staðið,“ segir Kristín Helga. Hún tók viðtöl við Sýrlendinga sem ýmist eru nýkomnir til Íslands eða hafa búið hér til lengri tíma. Hún ræddi líka við verkefnastjóra hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þeirra á meðal er Þórir Guðmundsson sem tók allar ljósmyndir í bókinni. Hann hefur tekið þátt í björgunarstörfum á Miðjarðarhafinu. „Flóttamenn hér á landi eru sumir einangraðir. Þeir neyðast til að skapa sér nýtt líf í framandi landi en hugurinn leitar heim og til þeirra sem urðu eftir. Við hin höfum flest lítið af þessu fólki að segja. Ishmael þarf að verða ósýnilegur þegar hann ferðast um stríðshrjáða heimaborgina sína, Aleppo. Hann þarf að vera ósýnilegur á hættuför yfir eyðimörk og haf. Svo verður hann að koma sér óséður upp Evrópu og á lokastað verður hann jafnvel ósýnilegur þeim sem fyrir eru. Þannig er saga margra flóttamanna. Mig langar að fólk staldri við og skoða hvaða farangur manneskjan við hlið okkar burðast með, á sama tíma og hún þarf að aðlagast algjörlega nýjum heimi, samfélagi og tungumáli, um leið og margir glíma við skelfilega lífsreynslu og sýnir sem hverfa aldrei úr huganum,“ útskýrir Kristín Helga. Atburðarásin í bókinni byggir á heimildavinnu og aðstæður og uppákomur eru fengnar úr ótal sögum fólks á flótta upp til Evrópu frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust úr 2011. „Við þurfum að tala saman um tímana sem við lifum nú og mig langar að eiga samtal við unga fólkið sem er að stíga inn í fullorðinsárin. Samtal um manneskjur sem flytja á milli staða af sárri neyð og í lífshættu. Við þurfum að æfa okkur betur í því að máta spor annarra, finna fyrir hvort öðru í heimi sem er í raun svo lítill. Við þurfum svo mikið á því að halda á tímum mikillar andspyrnu við flæði flóttafólks um heiminn; andspyrnu sem byggir að mestu á fáfræði sem leiðir af sér ótta. Þessi bók er vonandi dropi í það haf samtala.“Vonin er eldsneyti mannsinsÞegar Kristín Helga vann söguna um Ishmael ýtti hún stjórnmálum og trúmálum til hliðar. „Stjórnmál og trúmál eru stóru öflin í veröldinni, sem voma og vaka yfir öllu. Og auðvitað eru það stóru valdaöflin sem hreyfa styrjaldirnar áfram, líkt og í Sýrlandi. Ég ýtti þeim aðeins til hliðar til að sjá manneskjurnar og fylgja þeim – ég á Ísalndi og Ishmael í Sýrlandi – og ekkert á milli okkar nema kærleikur. Eða eins og John Lennon sagði: „Imagine there is no country“. Þá sjáum við hvort annað svo miklu betur,“ segir Kristín Helga. Þetta er líka saga um trúna á sjálfan sig og glímuna við guðinn. „Sagan er átakanleg og sorgleg, eins og styrjaldir eru, en baráttan fyrir lífinu er kvik og heit, og eldsneytið þráin og vonin. Það er broslegt og áhættusamt þegar Jidu, afi Ishmaels, efast um tilvist almættisins. Gamli maðurinn er annað hvort genginn af trúnni eða göflunum þegar hann kannast alls ekkert við þennan Allah sem allir vegsama.“ Þetta er fjölskyldusaga. Hún er fyrir alla, rétt eins og stríð er fyrir alla þar sem boðið er upp á það. „Eftir þennan leiðangur sit ég eftir með stóran lærdóm um vonina. Kínverskt spakmæli segir: „Ferðastu aldrei án vonar“, og það er lýsandi fyrir ferðalag flóttafólks. Vonin er sterk og heldur manneskjum gangandi. Hún er eldsneytið okkar allra. Manneskjan er ógurlega sterkbyggð tegund og getur lifað af í óbærilegustu aðstæðum, þrátt fyrir erfiða lífsreynslu. Það eru svo margir sem nýta sér þungbæra reynslu sem nesti en ekki byrði. Það hef ég lært á þessari vegferð með Ishmael,“ segir Kristín Helga. Það býr með okkur fólk sem er hamingjusamt, fer til vinnu, faðmar börnin sín, þakkar og gleðst yfir hverjum degi hér í friði, en ber með sér ör á sál og líkama eftir pyntingar og ólýsanlegar aðstæður. „Öll leitum við bara að friði, sama hvar í heiminum við erum. Við þráum það eitt að lifa í friði, hafa þak, mat og föt og ala upp börnin okkar, njóta dagsins og vera í augnablikinu. Þetta er ekkert flókið, en samt verður flækjustigið svo ógurlegt þegar við þurfum að grípa hvert annað.” Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira
Sýrlenski unglingspilturinn Ishmael spratt ljóslifandi fram í huga rithöfundarins Kristínar Helgu Gunnarsdóttur þegar hún skrifaði nýjustu skáldsögu sína sem byggir á heimildum um afdrif og örlög fólks í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi. Ishmael er fulltrúi barna í lífshættulegum aðstæðum. „Íslendingar eru lúxuskettir sem búa í Paradís. Við höfum það ótrúlega gott. Og við höldum að allir í heiminum vilji búa á Íslandi en í rauninni er yfirþyrmandi flókið fyrir flóttafólk að setjast að í jafn framandi landi og okkar,“ segir rithöfundurinn Kristín Helga Gunnarsdóttir. „En auðvitað þrá flestir að komast aftur heim til sín, rétt eins og við myndum gera í sömu aðstæðum. Flóttafólk glímir við grimman veruleika, sorg, þrá og eftirsjá, enda mikill harmur að horfa á veröld sína hrynja og horfast í augu við það að geta jafnvel aldrei snúið aftur heim. Það óskar sér enginn þess í lífinu að leggja af stað á lífshættulegan flótta eftir að heimilið hefur verið sprengt upp og ástvinir myrtir.“ Kristín Helga hefur skrifað bókina Vertu ósýnilegur – Flóttasaga Ishmaels, um fjórtán ára dreng sem hættir lífi sínu á flótta frá heimili sínu í Sýrlandi, sem orðið er rústir einar. Á sama tíma tekst sýrlensk fjölskylda í Kópavogi á við það flókna verkefni að fóta sig í nýju landi. „Ishmael er ekki raunverulegur, en samt er hann til og hann er allsstaðar á ferðinni,“ segir Kristín Helga sem var nýlega stödd í heimsborginni Lundúnum. „Á bókarkápunni er mynd af dreng sem grúfir sig ofan í hné sín og í London fannst mér ég sjá hann allsstaðar í þessari sömu stellingu, svangan, einan og heimilislausan, þar sem fólk klofaði yfir hann fyrir utan stórmarkaðina. Og þótt Ishmael sé skálduð persóna stendur hann mér nærri því hann er fulltrúi svo ótrúlega margra barna í lífshættulegum aðstæðum.“ Kristín Helga bendir á óþægilega staðreynd í íslenskum veruleika. „Á hverju einasta ári koma að meðaltali tíu flóttabörn til Íslands, ein á ferð og án foreldra sinna, og við höfum mjög lítil úrræði handa þeim, en einhver. Það er ráðaleysi gagnvart þessum börnum, jafnvel þótt allsstaðar sé fólk sé á biðlista eftir börnum. Og á þessu augnabliki nú eru yfir 300 þúsund flóttabörn af vafra eftir strætum Evrópu, fylgdar- og foreldralaus. Það er óþolandi staðreynd.“Kristín Helga starfaði lengi sem fréttamaður hjá Stöð 2. Sem gamall fréttamaður vildi hún búa til mósaíkmynd úr veruleika þeirra sem þurft hafa að hlaupa að heiman með tvær hendur tómar og aðlagast nýju lífi í framandi landi.MYND/EYÞÓRMátum spor annarraNýja bók Kristínar Helgu er heimildaskáldsaga, unnin upp úr viðtölum, fréttum og heimildum um borgarastyrjöldina í Sýrlandi, afdrif fólks og örlög þess. „Þetta eru tvær sögur sem fléttast saman, ein áfram en hin aftur á bak. Önnur er um kvótaflóttafjölskyldu og hin um hælisleitanda og sagan vindur sig áfram til Íslands,“ útskýrir Kristín Helga sem lauk háskólaprófi í fjölmiðlafræði í Utah í Bandaríkjunum og starfaði í ellefu ár sem fréttamaður og oftast í erlendum fréttum hjá Stöð 2. „Sem gamall fréttahaukur langaði mig að safna sögum margra og búa til mósaíkmynd úr veruleikanum. Breski stjórnmálamaðurinn Ben d‘Israeli sagði eitt sinn að besta leiðin til að kynna sér málefni væri að skrifa um það bók. Mig langaði að kynna mér lífsreynslu þeirra sem þurft hafa að hlaupa að heiman með tvær hendur tómar og vonina að vopni, og lenda á jafna undarlegum stað og Íslandi. Sjá hvaða lífsreynslu flóttafólk er með í farteskinu þegar það lendir hér og þarf að aðlagast þessu agnarsmáa samfélagi lengst norður í hafi, langt frá heimahögunum sem það sér jafnvel aldrei aftur. Og ég held að eftir því sem maður er upplýstari er auðveldara að mynda sér skoðun og skilning með kærleika, víðsýni og umburðarlyndi að leiðarljósi.“ Kristín Helga fór þó ekki alla leið til stríðshrjáða Sýrlands til að finna Ishmael. „Ég segi söguna með mínum vestrænu augum. Mér finnst mikilvægt að sagan sé sögð með öllum augum því Jörðin er bara lítil pláneta, mannmargt heimili og við búum hérna við öll saman. Við erum ekki svo ólík þegar allt er talið og upp er staðið,“ segir Kristín Helga. Hún tók viðtöl við Sýrlendinga sem ýmist eru nýkomnir til Íslands eða hafa búið hér til lengri tíma. Hún ræddi líka við verkefnastjóra hjá Rauða krossinum á Íslandi. Þeirra á meðal er Þórir Guðmundsson sem tók allar ljósmyndir í bókinni. Hann hefur tekið þátt í björgunarstörfum á Miðjarðarhafinu. „Flóttamenn hér á landi eru sumir einangraðir. Þeir neyðast til að skapa sér nýtt líf í framandi landi en hugurinn leitar heim og til þeirra sem urðu eftir. Við hin höfum flest lítið af þessu fólki að segja. Ishmael þarf að verða ósýnilegur þegar hann ferðast um stríðshrjáða heimaborgina sína, Aleppo. Hann þarf að vera ósýnilegur á hættuför yfir eyðimörk og haf. Svo verður hann að koma sér óséður upp Evrópu og á lokastað verður hann jafnvel ósýnilegur þeim sem fyrir eru. Þannig er saga margra flóttamanna. Mig langar að fólk staldri við og skoða hvaða farangur manneskjan við hlið okkar burðast með, á sama tíma og hún þarf að aðlagast algjörlega nýjum heimi, samfélagi og tungumáli, um leið og margir glíma við skelfilega lífsreynslu og sýnir sem hverfa aldrei úr huganum,“ útskýrir Kristín Helga. Atburðarásin í bókinni byggir á heimildavinnu og aðstæður og uppákomur eru fengnar úr ótal sögum fólks á flótta upp til Evrópu frá því borgarastyrjöldin í Sýrlandi braust úr 2011. „Við þurfum að tala saman um tímana sem við lifum nú og mig langar að eiga samtal við unga fólkið sem er að stíga inn í fullorðinsárin. Samtal um manneskjur sem flytja á milli staða af sárri neyð og í lífshættu. Við þurfum að æfa okkur betur í því að máta spor annarra, finna fyrir hvort öðru í heimi sem er í raun svo lítill. Við þurfum svo mikið á því að halda á tímum mikillar andspyrnu við flæði flóttafólks um heiminn; andspyrnu sem byggir að mestu á fáfræði sem leiðir af sér ótta. Þessi bók er vonandi dropi í það haf samtala.“Vonin er eldsneyti mannsinsÞegar Kristín Helga vann söguna um Ishmael ýtti hún stjórnmálum og trúmálum til hliðar. „Stjórnmál og trúmál eru stóru öflin í veröldinni, sem voma og vaka yfir öllu. Og auðvitað eru það stóru valdaöflin sem hreyfa styrjaldirnar áfram, líkt og í Sýrlandi. Ég ýtti þeim aðeins til hliðar til að sjá manneskjurnar og fylgja þeim – ég á Ísalndi og Ishmael í Sýrlandi – og ekkert á milli okkar nema kærleikur. Eða eins og John Lennon sagði: „Imagine there is no country“. Þá sjáum við hvort annað svo miklu betur,“ segir Kristín Helga. Þetta er líka saga um trúna á sjálfan sig og glímuna við guðinn. „Sagan er átakanleg og sorgleg, eins og styrjaldir eru, en baráttan fyrir lífinu er kvik og heit, og eldsneytið þráin og vonin. Það er broslegt og áhættusamt þegar Jidu, afi Ishmaels, efast um tilvist almættisins. Gamli maðurinn er annað hvort genginn af trúnni eða göflunum þegar hann kannast alls ekkert við þennan Allah sem allir vegsama.“ Þetta er fjölskyldusaga. Hún er fyrir alla, rétt eins og stríð er fyrir alla þar sem boðið er upp á það. „Eftir þennan leiðangur sit ég eftir með stóran lærdóm um vonina. Kínverskt spakmæli segir: „Ferðastu aldrei án vonar“, og það er lýsandi fyrir ferðalag flóttafólks. Vonin er sterk og heldur manneskjum gangandi. Hún er eldsneytið okkar allra. Manneskjan er ógurlega sterkbyggð tegund og getur lifað af í óbærilegustu aðstæðum, þrátt fyrir erfiða lífsreynslu. Það eru svo margir sem nýta sér þungbæra reynslu sem nesti en ekki byrði. Það hef ég lært á þessari vegferð með Ishmael,“ segir Kristín Helga. Það býr með okkur fólk sem er hamingjusamt, fer til vinnu, faðmar börnin sín, þakkar og gleðst yfir hverjum degi hér í friði, en ber með sér ör á sál og líkama eftir pyntingar og ólýsanlegar aðstæður. „Öll leitum við bara að friði, sama hvar í heiminum við erum. Við þráum það eitt að lifa í friði, hafa þak, mat og föt og ala upp börnin okkar, njóta dagsins og vera í augnablikinu. Þetta er ekkert flókið, en samt verður flækjustigið svo ógurlegt þegar við þurfum að grípa hvert annað.”
Menning Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir Allir viðburðir á Íslandi á einum stað á Vísi Góð tilfinning að endurheimta styrkinn Læra og njóta í endurmenntunarferðum KVAN Einstakur bíll sem erfitt gæti verið að toppa Hugræn endurforritun er toppurinn á tindinum Landsliðsmaðurinn Bjarki Már mælir með Nutrilenk Gold Vetrarfjallamennska – öryggisreglur Í strandbænum Sharm El Sheikh í Egyptalandi nýtur þú sólar, hlýju og menningar Láttu draumana rætast með Úrval Útsýn Bæjarfjallið Esjan - gönguleiðir og hjólastígar Náttúruleg leið til að endurbæta meltinguna! Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Sjá meira