Seinheppnir smyglarar glötuðu meirihluta fíkniefnanna á leiðinni til Íslands Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. desember 2017 09:00 Frá aðgerðum lögreglu í Skipholti þar sem þrír mannanna voru handteknir. Stefán Pálsson Fjórir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi og hafa gert í á fjórða mánuð grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Mennirnir eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á 1,3 lítra af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var 49 prósent að styrkleika. Í ákærunni á hendur mönnunum fjórum, sem eru þrír um þrítugt og einn á fimmtugsaldri, segir að talið sé að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Raunar stóð til að flytja inn meira magn af basanum en tæplega fjórir lítrar á efninu munu hafa lekið úr stuðara Audi A6 bifreiðar á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur. Eru mennirnir ákærðir fyrir tilraun til innflutnings á þeim hluta efnisins sem lak úr bílnum. Alls stóð til að flytja inn um 5,2 lítra af basanum. Hittust á hamborgarastað Einum Pólverjanum er gefið að sök að hafa að beiðni ótilgreindra aðila móttekið fíkniefnin á meginlandi Evrópu. Þau voru falin í stuðara fyrrnefnds Audi A6 bíls. Ók hann frá Póllandi með viðkomu í Þýskalandi og Danmörku en síðan með Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 24. ágúst. Ók hann sem leið lá norðurleiðina uns hann kom til Reykjavíkur um kvöldið. Sama kvöld lentu aðrir tveir Pólverjar í Keflavík með flugi frá Varsjá í Póllandi. Þeir hittu svo félaga, sem er með íslenska kennitölu, á hamborgarastaðnum Chuck Norris á Laugavegi síðar um kvöldið. Sá virðist hafa séð um ýmiss konar skipulagningu, bókanir á gistingu og eins konar leiðsögu enda vel kunnugur staðháttum á Íslandi. Fíkniefnin voru í bíl af tegundinni Audi A6. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að um bíl af sömu tegund er að ræða.Audi Handteknir í Skipholti Mennirnir þrír héldu svo til móts við þann fjórða sem hafði ekið bílnum til Reykjavíkur. Gistu þrír þeirra á gistiheimili í Bergstaðastræti um nóttina, allir nema sá með íslensku kennitöluna. Morguninn eftir, föstudaginn 25. ágúst, óku Pólverjararnir tveir sem höfðu komið til landsins með flugi bílnum áleiðis í Skipholt. Þar hafði sá með Íslandstenginguna útvegað bílskúr þar sem átti að fjarlægja fíkniefnin úr bílnum. Við bílskúrinn lét lögregla til skarar skríða. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögregla fylgst grannt með gangi mála en tollverðir í Norrænu höfðu áttað sig á að um tilraun til smygls á fíkniefnum væri að ræða. Í framhaldinu óskaði lögregla eftir heimild til skyggingar en fylgst var grannt með ferðum mannanna og notast meðal annars við hlerunarbúnað. Mennirnir tveir voru handteknir ásamt Pólverjanum með Íslandstenginguna sem var skammt undan á göngu. Myndin að ofan er frá handtökunni.Tvö stór amfetamínsbasamál á skömmum tíma Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir fjórir verði dæmdir til refsingar fyrir aðild sína að innflutningnum. Sömuleiðis að efnin og Audi A6 bíllinn verði gerð upptæk. Brot mannanna varðar 173. grein almennra hegningarlaga en brot á greininni varðar allt að tólf ára fangelsi. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmlega hundrað daga en sá tími mun dragast frá þeim tíma sem þeir þurfa að afplána, verði þeir sakfelldir. Málið verður þingfest í héraði þann 13. desember. Annað amfetamínsbasamál er í rannsókn hjá lögreglu. Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á um 11 lítrum af basa í október. Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Fjórir karlmenn sitja í gæsluvarðhaldi og hafa gert í á fjórða mánuð grunaðir um stórfellt fíkniefnalagabrot. Mennirnir eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á 1,3 lítra af amfetamínbasa frá Póllandi til Íslands. Efnið var 49 prósent að styrkleika. Í ákærunni á hendur mönnunum fjórum, sem eru þrír um þrítugt og einn á fimmtugsaldri, segir að talið sé að efnið hafi verið ætlað til söludreifingar í ágóðaskyni. Raunar stóð til að flytja inn meira magn af basanum en tæplega fjórir lítrar á efninu munu hafa lekið úr stuðara Audi A6 bifreiðar á leiðinni frá Danmörku til Reykjavíkur. Eru mennirnir ákærðir fyrir tilraun til innflutnings á þeim hluta efnisins sem lak úr bílnum. Alls stóð til að flytja inn um 5,2 lítra af basanum. Hittust á hamborgarastað Einum Pólverjanum er gefið að sök að hafa að beiðni ótilgreindra aðila móttekið fíkniefnin á meginlandi Evrópu. Þau voru falin í stuðara fyrrnefnds Audi A6 bíls. Ók hann frá Póllandi með viðkomu í Þýskalandi og Danmörku en síðan með Norrænu sem kom til Seyðisfjarðar að morgni fimmtudagsins 24. ágúst. Ók hann sem leið lá norðurleiðina uns hann kom til Reykjavíkur um kvöldið. Sama kvöld lentu aðrir tveir Pólverjar í Keflavík með flugi frá Varsjá í Póllandi. Þeir hittu svo félaga, sem er með íslenska kennitölu, á hamborgarastaðnum Chuck Norris á Laugavegi síðar um kvöldið. Sá virðist hafa séð um ýmiss konar skipulagningu, bókanir á gistingu og eins konar leiðsögu enda vel kunnugur staðháttum á Íslandi. Fíkniefnin voru í bíl af tegundinni Audi A6. Myndin tengist fréttinni ekki að öðru leyti en því að um bíl af sömu tegund er að ræða.Audi Handteknir í Skipholti Mennirnir þrír héldu svo til móts við þann fjórða sem hafði ekið bílnum til Reykjavíkur. Gistu þrír þeirra á gistiheimili í Bergstaðastræti um nóttina, allir nema sá með íslensku kennitöluna. Morguninn eftir, föstudaginn 25. ágúst, óku Pólverjararnir tveir sem höfðu komið til landsins með flugi bílnum áleiðis í Skipholt. Þar hafði sá með Íslandstenginguna útvegað bílskúr þar sem átti að fjarlægja fíkniefnin úr bílnum. Við bílskúrinn lét lögregla til skarar skríða. Samkvæmt heimildum Vísis hafði lögregla fylgst grannt með gangi mála en tollverðir í Norrænu höfðu áttað sig á að um tilraun til smygls á fíkniefnum væri að ræða. Í framhaldinu óskaði lögregla eftir heimild til skyggingar en fylgst var grannt með ferðum mannanna og notast meðal annars við hlerunarbúnað. Mennirnir tveir voru handteknir ásamt Pólverjanum með Íslandstenginguna sem var skammt undan á göngu. Myndin að ofan er frá handtökunni.Tvö stór amfetamínsbasamál á skömmum tíma Héraðssaksóknari krefst þess að mennirnir fjórir verði dæmdir til refsingar fyrir aðild sína að innflutningnum. Sömuleiðis að efnin og Audi A6 bíllinn verði gerð upptæk. Brot mannanna varðar 173. grein almennra hegningarlaga en brot á greininni varðar allt að tólf ára fangelsi. Þeir hafa verið í gæsluvarðhaldi í rúmlega hundrað daga en sá tími mun dragast frá þeim tíma sem þeir þurfa að afplána, verði þeir sakfelldir. Málið verður þingfest í héraði þann 13. desember. Annað amfetamínsbasamál er í rannsókn hjá lögreglu. Tveir menn sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um smygl á um 11 lítrum af basa í október.
Tengdar fréttir Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21 Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30 Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Sjá meira
Fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Fjórir pólskir karlmenn verða færðir fyrir héraðsdóm í dag en þeir eru grunaðir um innflutning á 1,3 líter af amfetamínbasa. 22. september 2017 10:21
Lögregla lét til skarar skríða í umfangsmiklu fíkniefnamáli Sérsveitarmenn og óeinkennisklæddir lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum. 25. ágúst 2017 20:30
Í gæsluvarðhaldi til 16. nóvember vegna innflutnings á amfetamínbasa Fjórir menn sem grunaðir eru um innflutning á amfetamínbasa hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald til 16. nóvember næstkomandi. 25. október 2017 13:39