Erlent

Trump varaður við því að flytja sendiráðið til Jerúsalem

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti ætlar sér að flytja sendiráð Bandaríkjanna í Tel Aviv í Ísrael til Jerúsalemborgar og viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels (LUM), ef marka má fréttir af samtali hans við Mahmoud Abbas, forseta Palestínumanna, í dag.

Spenna hefur ríkt um málið og önnur ríki viðurkenna ekki yfirráð Ísraela yfir Jerúsalem en Trump lofaði því að Bandaríkin myndu viðurkenna borgina, kæmist hann til valda. Árið 1995 voru lög samþykkt á Bandaríkjaþingi um að sendiráð skyldi vera í Jerúsalem en síðan hafa forsetar Bandaríkjanna frestað þeirri ákvörðun á sex mánaða fresti. Trump gerði það í júní, en ekki nú á föstudaginn þegar fresturinn rann út að nýju.

Fjölmargir leiðtogar múslimaríkja hafa varað við því að Bandaríkjamenn lýsi yfir stuðningi við Ísraela í þessu máli og Evrópusambandið mælist eindregið gegn því.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×