Óðinn Þór búinn að semja við eitt besta lið Danmerkur Tómas Þór Þórðarson skrifar 5. desember 2017 10:45 Óðinn Þór Ríkharðsson er á leið í atvinnumennsku eftir tímabilið. vísir/anton brink Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen. Olís-deild karla Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira
Óðinn Þór Ríkharðsson, hægri hornamaður toppliðs FH í Olís-deild karla í handbolta, er búinn að semja við danska úrvalsdeildarliðið GOG Håndbold en hann gengur í raðir þess næsta sumar og klárar því leiktíðina hér heima með FH. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við danska liðið. Óðinn, sem er tvítugur, er einn efnilegasti handboltamaður landsins, en hann hefur farið á kostum undanfarin misseri í Olís-deildinni. Hann gekk í raðir FH fyrir síðustu leiktíð og fór með liðinu í lokaúrslit Íslandsmótsins á fyrsta tímabili. HK-ingurinn uppaldi er búinn að skora 66 mörk í tólf leikjum fyrir FH á tímabilinu eða 5,5 mörk í leik. Hann er búinn að skora úr 72% færa sinna úr horninu og 80% færa úr hraðaupphlaupum en hann er einn skæðasti markaskorari deildarinnar.Óðinn Þór svífur inn úr horninu á móti FH.vísir/ernirÓðinn hefur verið mikilvægur hlekkur í frábærum árgangi sínum í yngri landsliðum en hann var valinn í úrvalslið lokamóts HM U19 ára árið 2015 og einnig í úrvalslið EM U20 ára á síðasta ári. Hann var valinn í íslenska landsliðið í síðasta mánuði sem spilaði tvo vináttuleiki við Svíþjóð en þar kom hann sterkur inn og heldur væntanlega í vonina um að komast á sitt fyrsta stórmót með Íslandi en strákarnir okkar hefja leik á EM í Króatíu 12. janúar. GOG er eitt sögufrægasta lið Danmerkur en það á að baki sjö danska meistaratitla og níu bikarmeistaratitla en síðast varð það danskur meistari árið 2007. Guðmundur Guðmundsson þjálfaði liðið frá 2009-2010 en Ásgeir Örn Hallgrímsson og Snorri Steinn Guðjónsson spiluðu báðir með GOG. Félagið hét áður GOG Svendborg TGI en það fór á hausunn árið 2010 og var sett aftur á laggirnar sem GOG Handbåll. Það byrjaði í næst efstu deild en var fljótt að komast aftur í efstu deild og situr nú í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar.Óðinn vonast til að hljóta náð fyrir augum Geirs þegar kemur að valinu á EM-hópnum.vísirGOG er þekkt fyrir að búa til frábæra handboltamenn en á meðal þekktra spilara sem hafa verið á mála hjá því eru dönsku landsliðsstjörnurnar Mikkel Hansen, Lasse Svan Hansen, Anders Eggert og Niklas Landin. GOG er að missa danska hægri hornamanninn Mark Strandgaard til Arons Kristjánssonar í Álaborg og virðist ætla að fylla í skarðið með Óðni sem verður, eins og staðan er, eini leikmaðurinn í liðinu sem er ekki frá Danmörku eða Noregi. Danska félagið virðist vera að gera eitthvað rétt því þýska stórliðið Flensburg er búið að tryggja sér tvo norska leikmenn GOG; vinstri skyttuna Magnus Jöndal og leikstjórnandann Göran Johannessen. Á meðal þekktra leikmann sem eru á mála hjá GOG og eru norski landsliðsmarkvörðurinn Ole Erevik og danski línumaðurinn Torsten Laen.
Olís-deild karla Mest lesið Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fótbolti Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Handbolti Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn Fótbolti Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fótbolti „Við áttum skilið að vinna í dag“ Fótbolti United nálgast efri hlutann Enski boltinn Sjötíu ára titlaþurrð á enda Enski boltinn Gengur út ef hann fær sömu meðferð og Glazerarnir Fótbolti Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Fótbolti Fleiri fréttir Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Færeyingar unnu í Hollandi og eru á toppnum í riðlinum ÍR-konur upp fyrir Selfoss eftir sigur á Selfossi Aldís Ásta spilaði upp liðsfélagana í enn einum sigrinum Aðeins einu sinni komist fyrr inn á EM í handbolta Myndir frá sigrinum sem tryggði EM-sætið „Betri ára yfir okkur“ „Á einhver ótrúlegan hátt tekst þeim að dæma ruðning“ Haukar fóru illa með botnliðið „Þetta var góður gluggi fyrir marga“ Leik lokið: Fram - Valur 27-26 | Fram hafði betur í toppslagnum Lærisveinar Alfreðs að stinga af Uppgjörið: Ísland - Grikkland 33-21 | EM-sætið tryggt með glæsibrag Dana Björg með níu mörk í stórsigri Snorri Steinn um Hauk: Mér finnst hann hafa valið rétt „Viljum klára það eins fljótt og hægt er“ Aron verður heldur ekki með í dag „Hefur verið draumur minn síðan ég var lítill“ „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Donni: Ekki spilað með helmingnum af þessum strákum Róbert aðstoðar Ágúst á Hlíðarenda „Engin draumastaða“ Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Hart barist um að fylgja Íslandi á EM Gunnar tekur aftur við Haukum „Við endum í þessu þriðja sæti og þannig er bara lífið“ Gróttukonur gerðu aftur góða ferð á Selfoss Sjá meira