Manchester City er enn með átta stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar en liðið hefur nú unnið þrettán leiki í röð sem er metjöfnun í ensku úrvalsdeildinni.
City deilir nú metinu með Arsenal (2001-2) og Chelsea (2016-17) en fátt virðist geta stöðvað City þessa dagana.
Það stóð þó nokkuð tæpt í gær þar sem David Silva skoraði sigurmark City gegn West Ham seint í leiknum, 2-1, en síðarnefnda liðið fékk upplagt tækifæri til að jafna metin í lokin.
Bournemouth og Southampton gerðu 1-1 jafntefli í hinum leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni en þá lauk 15. umferð tímabilsins.
Umferðin er gerð upp í máli og myndum hér fyrir neðan.
Bournemouth - Southampton 1-1Manchester City - West Ham 2-1Player of the RoundSaves of the RoundGoals of the RoundSunday RoundupWeekend Roundup
Sjáðu mörkin sem tryggðu City metjöfnunarsigur
Tengdar fréttir
Brassinn fór illa með Brighton
David de Gea var besti leikmaður helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni eins og fjallað er um hér á síðunni. Liverpool-maðurinn Philippe Coutinho kom sennilega næstur þar á eftir.
Spánverjinn var með alla anga úti á Emirates
David de Gea átti stórleik þegar Manchester United vann 1-3 sigur á Arsenal á laugardaginn. Spænski markvörðurinn jafnaði met og sýndi hvers hann er megnugur.
Sigurganga City heldur áfram
Manchester City vann 2-1 sigur á West Ham í lokaleik 15. umferðar ensku úrvalsdeildarinnar.