Þau voru ráðin í stjórnunarstöður hjá RÚV Birgir Olgeirsson skrifar 1. desember 2017 15:34 Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla og Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla. RÚV Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Búið er að ráða í þrjár stjórnunarstöður sem RÚV auglýsti laust til umsóknar fyrir rúmum mánuði. Alls bárust 76 umsóknir um störfin þrjú og eftir markvisst og vandað ráðningarferli hjá Capacent liggur niðurstaða nú fyrir. Baldvin Þór Bergsson verður dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2, Birgir Sigfússon framkvæmdastjóri miðla og Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla.Baldvin Þór Bergsson, dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 Dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2 leiðir nýtt svið sem sinnir lifandi símiðlun á Rás 2, RÚV.is og samfélagsmiðlum. Þar verður unnið að þróun efnis- og miðlunarleiða RÚV og þjónustu fyrir ungt fólk. Miðlarnir þjóna notendum hér og nú og Rás 2 verður áfram fyrst og fremst í íslenskri tónlist. Nýr spilari á vef RÚV verður hluti af Númiðlasviði. Þróun vefs, spilara og nýrra miðlunarleiða verður á Númiðlasviði. Baldvin er með háskólapróf í stjórnmálafræði og mannauðsstjórnun en hefur einnig menntað sig í netmiðlun. Baldvin hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, hann er nú annar ritstjóra Kastljóss, hann var fréttamaður og vaktstjóri á fréttastofu RÚV og umsjónarmaður Morgunútvarps Rásar 2. Baldvin hefur verið stundakennari við HÍ þar sem hann hefur kennt stafræna miðlun. Baldvin Þór tekur sæti í dagskrárstjórn og framkvæmdaráði RÚVBirgir Sigfússon, framkvæmdastjóri miðla Hlutverk framkvæmdastjóra miðla er að hámarka gæði og nýtingu á verðmætum á dagskrársviðum RÚV. Hann sinnir samningagerð fyrir dagskrársvið og stærri samningagerð fyrir RÚV í heild og stýrir áætlanagerð dagskrársviða og eftirfylgni. Framkvæmdastjóri miðla vinnur náið með dagskrárstjórum, meðal annars á sviði gæðamála og daglegs rekstrar. Birgir er yfirmaður framleiðslu hjá RVK Studios en var áður framkvæmdastjóri RVX, dótturfyrirtækis RVK Studios. Birgir er með háskólapróf í viðskipta- og markaðsfræði og hefur yfir tuttugu ára reynslu af störfum í kvikmyndaframleiðslu hér á landi og erlendis. Hann var framkvæmdastjóri Sagafilm á árunum 2006-2008, framkvæmdastjóri SAM-film 1999-2005 og markaðsstjóri Senu 1993-1999. Hann stýrði BIKI Ltd. í London árin 2009-2014. Birgir tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.Steinunn Þórhallsdóttir framkvæmdastjóri framleiðslu og ferla Framkvæmdastjóri framleiðslusviðs leiðir nýtt svið sem fer með framleiðslu á dagskrárefni RÚV og umsjón með útleigu á tækjum og aðstöðu til sjálfstæðra framleiðenda og annarra fjölmiðla. Sviðið sinnir framsetningu og eftirfylgni kjarnaferils RÚV á sviði framleiðslu. Markmiðið er að hámarka gæði dagskrárefnis og nýtingu auðlinda RÚV. Safnadeild, gæðahandbók, ferlaumsjón og skjalastjórnun verða hluti af framleiðslusviði. Steinunn hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum, framleiðslu og ferlaþróun. Frá árinu 2014 hefur hún starfað sem ferla- og skipulagsstjóri RÚV og starfaði einnig sem dagskrárgerðarmaður, skrifta, upptökustjóri og framleiðandi hjá RÚV á árunum 1998-2005. Þá gegndi hún starfi markaðs- og kynningarstjóra Listahátíðar og hefur unnið að sjónvarpsþáttagerð sem sjálfstæður framleiðandi. Steinunn er menntuð í bókmenntafræði og spænsku frá HÍ og er með meistarapróf í menningarstjórnun frá Háskólanum á Bifröst. Steinunn tekur sæti í framkvæmdastjórn og framkvæmdaráði RÚV.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira