Trump þrýsti á þingmenn um að hætta rannsókn á Rússatengslum Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2017 09:29 Þrýstingur Trump kom á tímabili í sumar þegar hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Vísir/AFP Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Heimildarmenn New York Times á Bandaríkjaþingi segja að Donald Trump hafi ítrekað hvatt háttsetta repúblikana til þess að falla frá rannsókn á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á forsetakosningarnar nú í sumar. Trump hafi meðal annars kvartað við leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni að hann væri ekki að gera nóg til að binda enda á rannsóknirnar. Nokkrar nefndir Bandaríkjaþings rannsaka nú tilraunir rússneskra stjórnvalda til að hafa áhrif á forsetakosningarnar og hvort að framboð Trump hafi átt í samráði við þau. Bandaríska leyniþjónstan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif til þess að tryggja Trump sigur. Trump hefur hins vegar þvertekið fyrir að nokkuð samráð hafi átt sér stað og kallað rannsóknirnar nornaveiðar. Nú hefur New York Times eftir nokkrum þingmönnum og aðstoðarmönnum að Trump hafi þrýst á repúblikana í þinginu um að ljúka rannsóknunum fljótt, þar á meðal formann leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar, Richard Burr. „Þetta var eitthvað á þeim nótum: „Ég vona að þið getið lokið þessu eins hratt og hægt er‟,‟ segir Burr við blaðið. Hann segist hafa svarað forsetanum á þá leið að nefndin myndi ljúka störfum þegar hún væri búin að tala við alla sem hún þyrfti að tala við. Rannsókn þingnefndanna og sömuleiðis Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins, beinist að bandamönnum og fjölskyldu Trump.Afsaka hegðun forsetans með reynsluleysi hans og vanþekkingu Þá á forsetinn að hafa lagt að Mitch McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, og Roy Blunt, öðrum fulltrúa repúblikana í leyniþjónustunefndinni að ljúka rannsókninni hratt. Einnig hringdi hann í fleiri þingmenn repúblikana og bað þá um að þrýsta á Burr um að ljúka rannsókninni. Talsmaður Hvíta hússins neitar því að Trump hafi reynt að setja óeðlilegan þrýsting á nefndarmenn og ítrekar engar sannanir séu fyrir samráði við Rússa. Þingmenn repúblikana afsaka afskipti Trump með því að hann sé pólitískur nýgræðingur sem hafi ekki gert sér grein fyrir hvað væri viðeigandi hegðun fyrir forsetann, þar á meðal Burr og Blunt. Þeir hafa þó báðir reynt að takmarka samskipti sín við Trump.Richard Burr hefur leitt rannsókn leyniþjónustunefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings á afskiptum Rússa af forsetakosningunum.Vísir/AFPÞrýstingurinn frá Trump kom á sama tíma og hann er sagður hafa verið heltekinn af Rússarannsókninni. Á þeim tíma í sumar gagnrýndi hann til dæmis Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sinn, ítrekað fyrir að hafa sagt sig frá málum sem tengjast Rússarannsókninni vegna vanhæfis. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata sem var áður formaður leyniþjónustunefndarinnar, segir að þrýstingur Trump á nefndarmenn hafi verið „óviðeigandi‟ og að hann brjóti gegn grundvallarsjónarmiðum um aðgreiningu valds.Rannsakar hvort Trump hafi reynt að hindra framgang réttvísinnarÞetta er ekki í fyrsta skipti sem spurningar um hvort að Trump reyni að hindra framgang réttvísinnar i tengslum við Rússarannsóknina. Mueller, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins á afskiptum Rússa og mögulegu samráði, kannar einnig hvort að forsetinn hafi hindrað framgang réttvísinnar þegar hann rak James Comey sem forstjóra alríkislögreglunnar FBI í vor. Brottvikningin varð til þess að dómsmálaráðuneytið skipaði Mueller sem sérstakan rannsakanda. Trump sagði á þeim tíma að hann hefði rekið Comey vegna Rússarannsóknarinnar, þrátt fyrir að upphaflegur rökstuðningur fyrir ákvörðuninni hafi verið annar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira