Helgi Hlynsson, markvörður Selfoss, fór mikinn í sigri liðsins á Fram í 14. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Helgi var líka í miklu stuði í viðtali eftir leik.
Helgi varði 15 skot í leiknum á móti Fram, þar af tvö með andlitinu.
„Varinn bolti er varinn bolti,“ sagði Helgi sem var ekki í vafa um að hann ætti að vera GForm hörkutól umferðarinnar.
Strákarnir í Seinni bylgjunni hlýddu að sjálfsögðu og útnefndu Helga Hörkutól 14. umferðarinnar.
Innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Seinni bylgjan: Helgi útnefndi sjálfan sig Hörkutól umferðarinnar
Tengdar fréttir

Gunnar Berg ósáttur með Hákon Daða: Hann klúðraði þessu stigi fyrir Hauka
Óðinn Þór Ríkharðsson tryggði FH sigur á Haukum, 30-29, í Hafnarfjarðarslagnum í gær.

Umfjöllun og viðtöl: Selfoss - Fram 36-29 | Aldrei spurning á Selfossi
Selfyssingar halda í við topplið Olís-deildarinnar á leiðinni í jólafríið en þeir unnu sannfærandi sjö marka sigur á Fram á heimavelli í kvöld en leikurinn var í raun búinn í hálfleik.

Seinni bylgjan: Tveggja íþrótta undur á Selfossi
Selfoss fer inn í jólafríið í 4. sæti Olís-deildar karla. Selfyssingar unnu 36-29 sigur á Fram í síðasta leik sínum fyrir áramót.

Teitur Örn æfir með Kristianstad
Selfyssingurinn skotfasti, Teitur Örn Einarsson, mun æfa og skoða aðstæður hjá Kristianstad á næstu dögum.

Jóhann Gunnar með sýnikennslu: „Það er ekki bara Dagur Sigurðsson sem má standa upp í þessum þætti“
Mikk Pinnonen átti mjög góðan leik þegar Afturelding bar sigurorð af Stjörnunni, 27-30, í 14. umferð Olís-deildar karla á sunnudaginn. Eistinn lét mikið að sér kveða í leiknum og skoraði sjö mörk.