Framtíð án plasts í borginni okkar Sævar Þór Jónsson skrifar 18. desember 2017 21:04 Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Aukin notkun plasts hefur haft skaðleg áhrif á umhverfið og náttúruna. Þá hefur aukin umræða verið um svokallaðar plastagnir sem finnast í neysluvatni í mörgum borgum og hefur athugun á því hvort slíkar plastagnir finnist í neysluvatni hér á landi farið af stað. Umræðan erlendis um slíkar agnir eykst með ári hverju en taldar eru líkur á því að slíkar agnir valdi miklum skaða á lífríkinu og einnig átt sinn þátt í ýmsum heilsufarsvandamálum í fólki. Þrátt fyrir þessa miklu meinbugi á notkun plasts virðist hún ekki dragast saman hér á landi og ef eitthvað er þá eru vísbendingar um aukningu hennar til muna. Skýrasta myndin af því er gríðaleg plastsnotkun í umbúðum utan um neysluvarning. Má þá einnig benda á aðstæður í miðbænum um helgar en undirritaður hefur orðið þess var að þar er mikið af plastsúrgangi, s.s. plastglös og aðrir plasthlutir, á víð og dreif á götum borgarinnar eftir næturbrölt borgarbúa. Þá er deginum ljósara að allt þetta plast skilar sér ekki á réttan stað og því má leiða líkum að því að ákveðinn hluti þess fari út í sjó eða í umhverfið. Þá er ýmsum varningi í búðum pakkað í auknum mæli í plast umfram það sem getur talist eðlilegt og nauðsynlegt. Þrátt fyrir aukna áherslu á umhverfisvernd og flokkun sorps þá verður aldrei með góðu móti hægt að koma í veg fyrir skaðleg áhrif plasts á umhverfið í kringum okkur og á heilsu fólks. Það má því spyrja sig í hvaða tilvikum er notkun plasts nauðsynleg og hvenær er hægt að sleppa því. Er t.d. nauðsynlegt að við pökkum öllum varningi í plast t.d. setja matvörur og það sem við kaupum í búðum í plastpoka í stað taupoka. Verðum við ekki að ganga lengra en að tala um áhrif og láta í reynd verkin tala. Það er algjörlega óraunhæft að ætla að með því einu að leggja áherslu á vitundarvakningu almennings um skaðsemi plasts sé hægt að koma í veg fyrir skaðsemi þess. Ganga þarf enn lengra en gert er. Þótt ég sé ekki talsmaður þess að leggja hömlur á almenning og fyrirtæki þegar kemur að neyslu þá tel ég enga síður rétt miðað við alvarleika vandans vegna plastsnotkunar að t.d. borgaryfirvöld gangi lengra í þessu og banni notkun plasts eða takmarki notkun þess að verulegu leyti. Í þessu gæti falist að plastspokar verði bannaðir og að notkun á ílátum úr plasti verði takmörkuð að verulegu leyti þannig að notkun þess innan borgarinnar sé eingöngu heimil að takmörkuðu leyti. Þetta væri t.d. vel hægt út frá heilbrigðis- og hollustuvernd en fordæmi um svipaðar aðgerðir má finna í Evrópu. Hér er um mikið hagsmunamál fyrir velferð okkar út frá heilsufarslegum forsendum og umhverfislegum en í sífeldu mæli er verið að finna aukið magn af plasti í fiski og þar verðum við að vera í farabroddi að vinna gegn þeirri vá. Einnig verðum við að sýna gott fordæmi sem eftirsóttur áfangastaður fyrir erlenda ferðamenn og verðum að sýna í verki að við tökum umhverfismálin alvarlega. Með aukinni neyslu eykst vandinn og sé ekki tekið á honum með kerfisbreytingum og góðu fordæmi mun hann halda áfram að aukast til muna okkur öllum til skaða.Höfundur er lögmaður og fulltrúi Framsóknar og flugvallarvina í Umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur.
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson Skoðun