Erlent

Vígamenn ISIS í bardaga við lögregluþjóna í Kabúl

Samúel Karl Ólason skrifar
Vegum hefur verið lokað og blaðamenn AFP fréttaveitunnar sáu fjölda lögregluþjóna og sjúkrabíla streyma á vettvang árásarinnar.
Vegum hefur verið lokað og blaðamenn AFP fréttaveitunnar sáu fjölda lögregluþjóna og sjúkrabíla streyma á vettvang árásarinnar. Vísir/AFp
Vígamenn réðust í dag á byggingu Leyniþjónustu Afganistan í Kabúl. Skothríð og sprengingar heyrðust frá byggingunni og lentu vígamennirnir í umfangsmiklum skotbardaga við lögregluþjóna. Ekki liggur fyrir hve margir hafa látið lífið en talið er að árásarmennir hafi verið minnst þrír.

Bardaginn stendur enn yfir þegar þetta er skrifað. Vegum hefur verið lokað og blaðamenn AFP fréttaveitunnar sáu fjölda lögregluþjóna og sjúkrabíla streyma á vettvang árásarinnar.

Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni.

Árásum sem þessum hefur fjölgað mikið í Kabúl þar sem umsvif bæði ISIS og al-Qaeda hafa verið að aukast. Þá hefur öryggi verið aukið verulega á undanförnum mánuðum og þá sérstaklega eftir sprengjuárás í maí þar sem 150 manns dóu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×