Assad kallar Kúrda „svikara“ Samúel Karl Ólason skrifar 18. desember 2017 22:00 Bashar al-Assad, forseti Sýrlands. Vísir/AFP Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kallaði sýrlenska Kúrda, sem stjórna rúmum fjórðungi Sýrlands, svikara í dag. Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. Heldur svikarar. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna í Sýrlandi eins og hún var um mánðarmótin. Sömuleiðs er farið yfir þau ríki sem hafa beitt sér þar í landi.Vísir/GraphicNewsNú hefur Íslamska ríkið þó verið sigrað að mestu leyti í Sýrlandi. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa háttsettir meðlimir í ríkisstjórn Assad áður gefið í skyn að Kúrdar gætu fengið sjálfsstjórn að einhverju leyti. Nýjasta yfirlýsing Assad þykir þó ekki gefa mikla von á viðræður á milli ríkisstjórnar Kúrda og Assad í framtíðinni. Þá hefur Assad áður staðhæft að hann muni ná aftur stjórn á öllu Sýrlandi. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum forsetans sagði hann einnig að enginn árangur hefði náðst með þriggja ára viðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir. Borgarastyrjöld Sýrlands hófst fyrir nærri því sjö árum og hundruð þúsunda hafa dáið í átökum og vegna þeirra. Mið-Austurlönd Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, kallaði sýrlenska Kúrda, sem stjórna rúmum fjórðungi Sýrlands, svikara í dag. Forsetinn, sem hefur notið stuðnings Rússlands og Íran, sagði þá þjóna hagsmunum annarra ríkja, aðallega Bandaríkjanna, og að í rauninni væru þeir ekki Kúrdar. Heldur svikarar. Sýrlenskir Kúrdar eru um fimmtán prósent af öllum íbúum Sýrlands og með stuðningi Bandaríkjanna og annarra ríkja hafa þeir leitt regnhlífarbandalagið Syrian Democratic Forces eða SDF. Bandalagið hefur svo rekið vígamenn Íslamska ríkisins á brott frá stórum svæðum í Sýrlandi.Hér má sjá yfirlit yfir stöðuna í Sýrlandi eins og hún var um mánðarmótin. Sömuleiðs er farið yfir þau ríki sem hafa beitt sér þar í landi.Vísir/GraphicNewsNú hefur Íslamska ríkið þó verið sigrað að mestu leyti í Sýrlandi. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar hafa háttsettir meðlimir í ríkisstjórn Assad áður gefið í skyn að Kúrdar gætu fengið sjálfsstjórn að einhverju leyti. Nýjasta yfirlýsing Assad þykir þó ekki gefa mikla von á viðræður á milli ríkisstjórnar Kúrda og Assad í framtíðinni. Þá hefur Assad áður staðhæft að hann muni ná aftur stjórn á öllu Sýrlandi. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum forsetans sagði hann einnig að enginn árangur hefði náðst með þriggja ára viðræðum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa staðið fyrir. Borgarastyrjöld Sýrlands hófst fyrir nærri því sjö árum og hundruð þúsunda hafa dáið í átökum og vegna þeirra.
Mið-Austurlönd Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Barn meðal látinna í rútuslysi Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur sagður látinn eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira