Viðskipti innlent

LSR skorar á Klakka að endurskoða starfskjarastefnu

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR.
Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins kom saman í gær þar sem fjallað var um nýsamþykkta starfskjarastefnu Klakka og þá sérstaklega ákvæði hennar um árangurstengdar greiðslur til stjórnar og stjórnenda. Stjórn lífeyrissjóðsins lýsir yfir eindreginni andstöðu sinni við starfskjarastefnu félagsins. Að mati stjórnar LSR felur starfskjarastefnan í sér óhófleg starfskjör til stjórnar og stjórnenda.

LSR segir að send hafi verið tilkynning á stjórn Klakka þar sem skorað er á stjórn félagsins að endurskoða starfskjarastefnuna sem samþykkt var.

Fréttablaðið greindi frá því í gær að stjórn Klakka hafi á hluthafafundi, mánudaginn 11. desember, samþykkt að greiða út bónusa upp á 550 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins.

Lífeyrissjóður verzlunarmanna greindi einnig frá því í dag að hann hafi ekki getað komið í veg fyrir greiðslurnar sem hluthafi í Klakka vegna minnihluta eigu í félaginu. LV á 1,5 prósent af hlutafé í Klakka.


Tengdar fréttir

Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka

Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus.

Ætla að selja Lykil

Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári.

Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka

Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir bónusgreiðslur stjórnenda og hluthafa Klakka upp á 550 milljónir króna vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×