Segjast ekki hafa getað komið í veg fyrir bónuspott Klakka Daníel Freyr Birkisson skrifar 14. desember 2017 15:06 Skrifstofur Lífeyrissjóðs verzlunarmanna eru í Húsi verslunarinnar við Krngluna. Vísir/Vilhelm Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“ Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Lífeyrissjóður verzlunarmanna (LV) segist ekki hafa getað komið í veg fyrir fyrirhugaðar bónusgreiðslur stjórnenda og stjórnarmanna Klakka upp á 550 milljónir króna vegna sölu á Lykli og vegna annarra eigna félagsins. Fréttablaðið greindi í gær frá ákvörðuninni sem tekin var á hluthafafundi mánudaginn 11. desember.Gátu ekki komið í veg fyrir ákvörðuninaSegir í tilkynningu frá LV að sjóðurinn hafi ekki getað sinnt eðlilegri hagsmunagæslu sinni enda minnihlutaeigandi í Klakka. „Lífeyrissjóði verzlunarmanna (LV) þykir miður þau sjónarmið sem komið hafa fram í fjölmiðlum um að sjóðurinn hafi ekki sinnt eðlilegri hagsmunagæslu fyrir sjóðfélaga þegar ákveðnar voru kaupaukagreiðslur til stjórnenda og stjórnar Klakka. Meginmarkmið LV er fyrst og fremst að leitast eftir sem bestri ávöxtun á eignir sjóðfélaga til að geta greitt sem traustastan lífeyri. Í því hefur honum orðið vel ágengt á undanförnum árum. Fyrir liggur að LV hafði ekkert afl til að breyta þeirri ákvörðun sem tekin var af hálfu mikils meirihluta hluthafa Klakka.“Greiðslurnar umfram eðlileg viðmiðAuk þess telur sjóðurinn greiðslurnar umfram eðlileg viðmið. „Lífeyrissjóður verzlunarmanna telur kaupauka sem þennan umfram eðlileg viðmið og ekki í samræmi við þau sjónarmið sem starfskjarastefna sjóðsins byggir á. Lífeyrissjóðurinn var hins vegar ekki í neinni stöðu til að hindra samþykkt starfskjarastefnunnar þar sem hann á einungis óverulegan hlut í Klakka.“ Eignahlutur LV í Klakka nemur 1,5 prósent af hlutafé félagsins og er bókfærður um 47 milljónir króna hjá lífeyrissjóðnum. „Hér er því um að ræða hlut sem nemur einungis um 0,007% af um 650 milljarða eignasafni LV. Til viðbótar eiga nokkrir aðrir lífeyrissjóðir um 4 til 5% eignahlut eins og fram hefur komið í fréttum.“ Að lokum segir að fulltrúi LV í stjórn Klakka sem og aðrir lífeyrissjóðir hafi ekki sýnt kaupaukatillögunni stuðning. „Eins og fram hefur komið í tilkynningu frá Klakka eru ríflega 80% hlutafjár Klakka beint eða óbeint í eigu erlendra aðila. Þeir hafi alfarið átt frumkvæðið að hinu umdeilda kaupaukakerfi. Þá er vert að nefna að kaupaukakerfið naut ekki stuðnings þess fulltrúa í stjórn Klakka sem LV og fleiri lífeyrissjóðir tilnefndu til stjórnarsetu.“
Tengdar fréttir Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15 Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16 Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34 Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23 Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46 Mest lesið Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Kalifornía fjórða öflugasta efnahagsríki heims Viðskipti erlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Hámarkstími fullorðinna í símanum og góð ráð Atvinnulíf Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Samþykktu 550 milljóna bónuspott fyrir stjórnendur Klakka Hluthafar Klakka, sem á Lykil, samþykktu kaupaukakerfi fyrir níu stjórnendur og stjórnarmenn félagsins. Lífeyrissjóðir eiga um 6 prósenta hlut en mættu ekki til að greiða atkvæði um kerfið. Hafa stutt stjórnarmann sem á rétt á bónus. 13. desember 2017 06:15
Ætla að selja Lykil Norræni fjárfestingarbankinn Beringer Finance hefur umsjón með söluferlinu en bankinn varð hlutskarpastur í valferli Klakka sem fram fór fyrr á þessu ári. 12. desember 2017 17:16
Boðar til mótmæla vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna Klakka Formaður VR lætur í ljós óánægju sína vegna fyrirhugaðra bónusgreiðslna stjórnenda Klakka og boðar til mótmæla næstkomandi föstudag. 13. desember 2017 10:34
Frumkvæðið að bónusgreiðslum Klakka komið frá erlendum vogunarsjóði Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu. Í morgun var greint frá því að stjórnendur Klakka ættu von á 550 milljón króna bónus vegna fyrirhugaðrar sölu á Lykli og vegna annarra eigna. 13. desember 2017 13:23
Gildi lífeyrissjóður vissi ekki af bónusgreiðslum Klakka Gildi lífeyrissjóður segist ekki hafa vitað af fundi eignarhaldsfélagsins Klakka, þar sem ákveðið var að veita stjórnendum kaupaukagreiðslur vegna sölunnar á Lykli og annarra eigna félagsins. 13. desember 2017 16:46