Almennt litið á búsetu í biskupsbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi Hersir Aron Ólafsson skrifar 28. desember 2017 20:05 Leiguverð fyrir bústað biskups Íslands er langtum lægra en tíðkast fyrir sambærilegar eignir. Biskupinn hefur einnig afnot af bifreið í störfum sínum. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að litið sé á búsetu í embættisbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi. Í samtali við Fréttablaðið í dag upplýsti Agnes M. Sigurðardóttir biskup að greidd húsaleiga vegna biskupsbústaðarins við Bergstaðastræti væri um 90 þúsund krónur á mánuði. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Líkt og fram hefur komið hækkaði kjararáð laun biskups um 18% þann 19. desember, en hún á enn fremur von á 3,3 milljón króna eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launanna.Leigugreiðslurnar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. Þannig er biskupsbústaðurinn tæpir 490 fermetrar að stærð og fasteignamat næsta árs hátt í 186 milljónir króna. Af gögnum Þjóðskrár Íslands má sjá að meðalleiguverð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi í nóvember var 2692 krónur á fermetra fyrir 4-5 herbergja húsnæði og eilítið lægra fyrir 3ja herbergja. Sé önnur hvor þessarra talna margfölduð með fermetrafjölda biskupsbústaðarins fæst út margfalt hærri tala en sú sem biskup greiðir í leigu. Aftur á móti hefur komið fram að einungis hluti biskupsbústaðarins er notaður sem eiginleg íbúð, en þar eru einnig veislu- og móttökusalir. Sé gert ráð fyrir að aðeins á milli þriðjungur og helmingur hússins nýtist sem íbúð er þó ljóst að markaðsleiga er langtum hærri en 90 þúsund krónur. Leigugreiðslurnar eru hins vegar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar, þar sem fram kemur að leiga prestsetra skuli ekki vera lægri en 36.000 kr. á mánuði og ekki hærri en 70 þúsund, en skuli þó breytast í samræmi við neysluvísitölu.Kvöðin frekar íþyngjandi Fréttastofa sendi eftirfarandi spurningar á biskup, biskupsritara, framkvæmdastjóra kirkjuráðs og framkvæmdastjóra fasteignasviðs kirkjunnar í morgun, en þannig var spurt um forsendur að baki fjárhæðunum í fyrrnefndum starfsreglum, hvort litið væri á búsetu í biskupsbústaðnum sem hlunnindi í skilningi tekjuskattslaga, hvort biskup hefði aðgang að bifreið, bílstjóra eða fæðishlunnindum, hversu mörg sambærileg prestssetur væru á landinu öllu og enn fremur hvort prestar eða aðrir embættismenn kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu fasteignir til umráða. Í skriflegu svari frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs sem barst stuttu fyrir kvöldfréttir segir að ekki sé litið á búsetukvöð í embættisbústöðum kirkjunnar sem hlunnindi, heldur sé það almennt álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi. Þá segir að biskup hafi auk húsnæðisins takmörkuð afnot af bifreið. Prestsetur séu um 60 á landinu alls og fari leigukjör allsstaðar eftir sömu reglum. Þau hafi hins vegar verið aflögð víðast hvar í þéttbýli og biskup einn sætir búsetuskyldu. Þá væri ekki unnt að segja til um forsendur að baki leiguverði í reglum kirkjunnar. Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Leiguverð fyrir bústað biskups Íslands er langtum lægra en tíðkast fyrir sambærilegar eignir. Biskupinn hefur einnig afnot af bifreið í störfum sínum. Framkvæmdastjóri kirkjuráðs segir að litið sé á búsetu í embættisbústaðnum sem kvöð frekar en hlunnindi. Í samtali við Fréttablaðið í dag upplýsti Agnes M. Sigurðardóttir biskup að greidd húsaleiga vegna biskupsbústaðarins við Bergstaðastræti væri um 90 þúsund krónur á mánuði. Þessi húsaleigugreiðsla var ein af forsendunum sem biskup tiltók í bréfi sínu til kjararáðs þegar óskað var eftir endurmati á launum. Líkt og fram hefur komið hækkaði kjararáð laun biskups um 18% þann 19. desember, en hún á enn fremur von á 3,3 milljón króna eingreiðslu vegna afturvirkrar hækkunar launanna.Leigugreiðslurnar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar Athygli hefur vakið að húsaleigan er talsvert undir því sem tíðkast um sambærilegar eignir í hverfinu. Þannig er biskupsbústaðurinn tæpir 490 fermetrar að stærð og fasteignamat næsta árs hátt í 186 milljónir króna. Af gögnum Þjóðskrár Íslands má sjá að meðalleiguverð í Reykjavík vestan Kringlumýrarbrautar og á Seltjarnarnesi í nóvember var 2692 krónur á fermetra fyrir 4-5 herbergja húsnæði og eilítið lægra fyrir 3ja herbergja. Sé önnur hvor þessarra talna margfölduð með fermetrafjölda biskupsbústaðarins fæst út margfalt hærri tala en sú sem biskup greiðir í leigu. Aftur á móti hefur komið fram að einungis hluti biskupsbústaðarins er notaður sem eiginleg íbúð, en þar eru einnig veislu- og móttökusalir. Sé gert ráð fyrir að aðeins á milli þriðjungur og helmingur hússins nýtist sem íbúð er þó ljóst að markaðsleiga er langtum hærri en 90 þúsund krónur. Leigugreiðslurnar eru hins vegar í samræmi við starfsreglur kirkjunnar, þar sem fram kemur að leiga prestsetra skuli ekki vera lægri en 36.000 kr. á mánuði og ekki hærri en 70 þúsund, en skuli þó breytast í samræmi við neysluvísitölu.Kvöðin frekar íþyngjandi Fréttastofa sendi eftirfarandi spurningar á biskup, biskupsritara, framkvæmdastjóra kirkjuráðs og framkvæmdastjóra fasteignasviðs kirkjunnar í morgun, en þannig var spurt um forsendur að baki fjárhæðunum í fyrrnefndum starfsreglum, hvort litið væri á búsetu í biskupsbústaðnum sem hlunnindi í skilningi tekjuskattslaga, hvort biskup hefði aðgang að bifreið, bílstjóra eða fæðishlunnindum, hversu mörg sambærileg prestssetur væru á landinu öllu og enn fremur hvort prestar eða aðrir embættismenn kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu hefðu fasteignir til umráða. Í skriflegu svari frá framkvæmdastjóra kirkjuráðs sem barst stuttu fyrir kvöldfréttir segir að ekki sé litið á búsetukvöð í embættisbústöðum kirkjunnar sem hlunnindi, heldur sé það almennt álit presta og biskups að slík kvöð sé frekar íþyngjandi. Þá segir að biskup hafi auk húsnæðisins takmörkuð afnot af bifreið. Prestsetur séu um 60 á landinu alls og fari leigukjör allsstaðar eftir sömu reglum. Þau hafi hins vegar verið aflögð víðast hvar í þéttbýli og biskup einn sætir búsetuskyldu. Þá væri ekki unnt að segja til um forsendur að baki leiguverði í reglum kirkjunnar.
Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00 Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00 Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56 Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði. 28. desember 2017 06:00
Ekki persónan Agnes sem hækkar í launum heldur æðsti maður þjóðkirkjunnar Biskup Íslands telur að umræðan um launaúrskurð kjararáðs hafi snúist of mikið um hennar persónu en ekki embættið sjálft. 25. desember 2017 19:00
Frú Agnes fær harðan pakka frá kjararáði Umtalsverðar hækkanir og afturvirkar ákveðnar til biskupa. 19. desember 2017 08:56
Biskup fær fimmtungs hækkun launa eftir ósk um endurmat Mánaðarlaun Agnesar M. Sigurðardóttur biskups hækka um 18 prósent og eru orðin 1.553 þúsund krónur. 20. desember 2017 11:00