„Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. desember 2017 08:39 Fjölmargir unnu að björguninni í gær. VÍSIR/VILHELM Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan. Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Guðmundur Vignir Steinsson, aðstoðarslökkviliðsstjóri á Kirkjubæjarklaustri, furðar sig á því að ekki sé gengið úr skugga um að farþegar í hópferðarbifreiðum noti bílbelti. Ætla mætti að farþegar rútunnar sem hafnaði aftan á fólksbifreið á Suðurlandsvegi í gær hefðu ekki slasast jafn alvarlega og raun bar vitni hefðu þeir verið spenntir ofan í sætin. „Það sannar sig enn og aftur að bílbeltin geta komið í veg fyrir stórslys,“ segir Guðmundur sem var meðal fyrstu manna á vettvang í gær. Fram hefur komið í fréttaflutningi af slysinu að farþegar hafi kastast til og tveir þeirra lent undir rútunni er hún valt á hliðina. Ljóst er af því, sem og aðkomunni að vettvangi, að sætisbeltanotkun hefur verið verulega ábótavant.Sjá einnig: Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Guðmundur segist ekki skilja hvers vegna farþegar í hópbifreiðum þurfi ekki að nota sætisbelti frekar en þeir vilja - og setur það í samhengi við flugsamgöngur. „Þú ferð ekkert í loftið nema að vera spenntur. Af hverju er það ekki bara eins þegar þú ferð í rútu? Rútan ætti ekki að fara af stað fyrr en allir eru komnir í belti,“ segir Guðmundur. „Þetta er mjög skrítið. Maður hugsar þetta oft þegar maður er að senda börnin sín með strætisvagni að það megi standa í strætisvögnum á þjóðvegunum,“ bætir Guðmundur við. „Það er eiginlega alveg furðulegt að það skuli vera næstum komið árið 2018 og beltanotkun í rútum sé ekki almennari en við þekkjum.“ Guðmundur segir að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem ferðist um Suðausturland á þessum árstíma séu erlendir ferðamenn sem oftar en ekki geri sér enga grein fyrir aðstæðum. Sé því rétt að brýna fyrir öllum sem ferðist um þjóðvegi landsins að huga að aðstæðum og öryggismálum.Rætt var við Fanney Ólöfu Lárusdóttir, sauðfjárbónda og ráðunaut, í Bítinu í morgun en hún þekkir vel aðstæðurnar á Suðurlandi. Spjallið má heyra hér að neðan.
Tengdar fréttir Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01 Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34 Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Ekki nægileg þjónusta á veginum að mati sveitarstjóra Sveitarstjóri Skaftárhrepps furðar sig á því að vegurinn austar Víkur sé í lægri þjónustuflokki en vegurinn vestur við Vík í Mýrdal. 27. desember 2017 17:01
Slysið undirstriki nýjan vanda ferðaþjónustunnar Talsmaður Hópferðabíla Akureyrar segir ökulag ferðamanna á bílaleigubílum vera einn stærsta vandann sem íslensk ferðaþjónusta stendur frammi fyrir í dag. 28. desember 2017 06:34
Kínversk kona á þrítugsaldri lést í slysinu Tilkynnt var um slysið á tólfta tímanum í morgun og strax var ljóst að um mjög alvarlegt slys væri að ræða. 27. desember 2017 20:11