Apple gengst við því að hægja viljandi á gömlum iPhone-símum Daníel Freyr Birkisson skrifar 21. desember 2017 15:10 Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti að Apple hægi á símum svo að fólk neyðist til að kaupa nýjan. vísir/getty Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins. Apple Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Tæknifyrirtækið Apple hefur nú staðfest grunsemdir margra að það hægi viljandi á eldri gerðum iPhone-snjallsíma. Uppgefin ástæða fyrirtækisins er sú að gæði rafhlaðna í eldri símum rýrni með tímanum. Fréttaveita BBC greinir frá. Þeirri samsæriskenningu hefur verið haldið á lofti undanfarið að fyrirtækið afkastamikla hægi viljandi á eldri gerðum síma til þess að ýta undir kaup á nýrri gerð. Ástæðan leit loks dagsins ljós nú nýlega eftir að notandi spjallborðssíðunnar Reddit sýndi fram á að iPhone 6 Plus væri hraðari en iPhone 6S. Forsvarsmenn Apple segja að líftími liþíumjónabattería valdi því að hægja þurfi á kerfinu. Gæði batteríanna rýrni með tímanum og því þurfi að hægja á nýjustu stýrikerfum svo síminn slökkvi einfaldlega ekki á sér. Þó svo að skýring sé á ákvörðun Apple að hægja á símum hafa þeir í framhaldinu verið gagnrýndir fyrir að upplýsa ekki viðskiptavini sína um við hverju megi búast þegar þeir fjárfesta í vörum fyrirtækisins.
Apple Neytendur Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira