„Swatting“: Saklaus maður skotinn til bana af lögreglu vegna deilna í Call of Duty Samúel Karl Ólason skrifar 30. desember 2017 09:30 Aðstoðarlögreglustjórinn Troy Livingston ræðir við fjölmiðla eftir að Andrew Finch var skotinn til bana. Vísir/Getty Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“ Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira
Lögreglan í Los Angeles hefur handtekið mann sem grunaður er um svokallað „Swatting“ gabb sem leiddi til þess að óvopnaður maður var skotinn til bana af lögreglu. Tyler Barriss er sagður hafa hringt í Neyðarlínuna í Kansas þann 28. desember eftir að hafa deilt við annan mann vegna veðmáls í tölvuleiknum Call of Duty. Barriss þóttist hafa skotið föður sinn til bana og halda móður sinni, bróður og systur í gíslingu. Hann gaf upp heimilisfang í Witchita, þar sem hann hélt að maðurinn sem hann hefði deilt við ætti heima. Þess í stað gaf hann þó upp heimilisfang manns sem hafði ekki komið að deilunni og hét Andrew Finch. Lögreglan í Kansas umkringdi heimili Finch og þegar hann kom út úr húsi sínu var Finch, sem átti tvö börn, skotinn til bana.Hlusta má á símtal Barriss til Neyðarlínunnar hér.Talið er að „Swatting“ göbb eigi sér stað um 400 sinnum á ári í Bandaríkjunum. Þau snúast um það að fólk sigi lögreglunni á menn sem þeir hafa deilt við og iðulega tengjast deilurnar spilun tölvuleikja á netinu.Samkvæmt frétt Polygon er talið að spilari Call of Duty WWII, sem gengur undir nafninu Miruhcle, hafi deilt við Barriss og annan mann og hafi storkað þeim til að koma heim til hans. Þá er Miruhcle sagður hafa gefið upp heimilisfang hins 28 ára gamla Andrew Finch. Foreldrar hans segja að hann spili ekki tölvuleiki.Sjá einnig: Fórnarlamb „swatting“ brast í grátLögreglan í Wichita hefur birt myndband af atvikinu þegar Finch var skotinn til bana og er hann sagður hafa fært hendi sína í átt að buxnastreng sínum. Lögregluþjónninn sem skaut hann segist hafa talið að Finch væri að taka upp skotvopn. Í símtali Barriss sagðist hann vera vopnaður skammbyssu.Sjá má myndband af banaskotinu hér. Lögreglan í Wichita hefur birt það.Fjölskylda Finch ræddi við Wichita Eagle og segja að hann hefði farið út um dyrnar þegar hann var skotinn til bana af forvitni um hvað væri að gerast fyrir utan. Þá höfðu lögregluþjónar umkringt húsið. Þau segja að Finch hafi verið óvopnaður og lögreglan hefur staðfest það.„Hvað rétt höfðu lögregluþjónarnir á því að skjóta?“ spurði móðir Finch. „Þessi lögregluþjónn myrti son minn út af falskri tilkynningu.“
Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Sjá meira