Megrun er fitandi á svo margan hátt 30. desember 2017 09:00 Erla Gerður Sveinsdóttir er yfirlæknir og stofnandi Heilsuborgar. MYND/ERNIR KYNNING: Áramót eru góður tími til að setja sér ný markmið og oft er heilsan ofarlega í huga. Þá vaknar hin sígilda spurning: Hvað get ég gert til að bæta heilsuna? „Við þessari spurningu eru mörg svör því við erum jú ekki öll eins,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir og stofnandi Heilsuborgar. Erla hefur í rúman áratug unnið með fólki sem er að gera breytingar á sínum lífsvenjum.Skyndilausnir heilla„Hættan er sú að við látum stjórnast af freistandi boðum um skyndilausnir því við viljum gjarnan þurfa að hafa sem minnst fyrir þessu og ná árangri sem allra fyrst.“ En er það raunhæft? „Þegar kemur að heilsunni þá borgar sig að vanda til verksins,“ segir Erla. „Við náum miklu betri langtíma árangri ef við gefum okkur svigrúm til að átta okkur á því hvað hentar – og byrja þar sem við erum stödd. Fyrstu skrefin eru því að gefa sér tíma til að skoða stöðuna og fá þar aðstoð ef við erum í vafa, gera síðan áætlun og fá stuðning til að fylgja henni og endurmeta reglulega. Slíkan stuðning veitum við viðskiptavinum okkar í Heilsuborg, allt á þeirra eigin forsendum.“Hreyfing er grunnur góðrar heilsu„Við þurfum að hreyfa okkur,“ segir Erla. „Margir lifa lífi sem einkennist af hreyfingarleysi og fyrr eða síðar segir það til sín á einhvern hátt. Fyrir suma er það að byrja að hreyfa sig, eða hreyfa sig meira, stórt skref í átt að bættri heilsu. Hér gildir að byrja skynsamlega, ekki taka allt með ógurlegu átaki en springa svo á limminu eða hreinlega vinna ógagn með rangri eða of mikilli hreyfingu. Meira er ekki alltaf betra.“Erla segir streitu sem megrun valdi stilla líkamann á fitusöfnun þannig að erfiðara verði að léttast.MYND/ERNIRJafnvægi er mikilvægtErla segir fyrstu skrefin í breyttum lífsháttum alltaf vera að koma jafnvægi á líkamsstarfsemina. „Ef við skoðum þyngdarstjórnun, þá eru mörg flókin kerfi líkamans sem hafa þar áhrif. Við þurfum að finna jafnvægi, bæði á líkama og sál til að ná árangri sem endist út lífið,“ útskýrir Erla. Hvað mataræði varðar hafi engan tilgang að pína sig í gegnum einhvern kúr. „Streitan sem megrun veldur stillir líkamann til dæmis á fitusöfnun þannig að það verður enn erfiðara að léttast. Svefnleysi gerir slíkt hið sama.“Bakslag eftir megrunarkúrinnMargir vilja koma sér í form eða léttast og hrífast af sögum af fólki sem hefur náð undraverðum árangri á skömmum tíma, gjarnan með ákveðið mataræði og viljastyrk að vopni - eða með aðstoð frá einhverju töfraefni. Sjaldnar sést umfjöllun um hvað gerist eftir það. „Það er mjög algengt að bakslag komi í kjölfar á árangri sem fenginn er með átaki. Þá sitja margir eftir með sárt ennið og líður illa því þeir telja sig ekki hafa verið nógu duglega og að allt sé þeim að kenna. En í raun er líkamanum mjög eðlilegt að bregðast við með því að auka þyngdina aftur. Við vitum að megrun er fitandi á svo margan hátt.“Vigtin segir ekki alltTalan á vigtinni er alls ekki algildur mælikvarði á heilsu þó hún geti verið vísbending. „Það er hægt að vera þungur og hraustur – eða grannur í mikilli heilsufarsáhættu,“ segir Erla. „Þannig geta þeir sem léttast heilmikið staðið uppi með verri heilsu. Þarna þurfum við að horfa á heildarmyndina og vanda okkur.“Þarfir fólks eru ólíkarÍ Heilsuborg er lögð mikil áhersla á að greina stöðuna og velja leið sem hentar hverjum einstaklingi. „Það er ekki eitt mataræði sem hentar öllum og ekki heldur sama hreyfingin. Sumir kjósa að æfa einir og þá er gott að fá stuðning eftir þörfum, aðrir vilja æfa í hóp og fá stuðninginn þannig,“ segir Erla. „Hvað mataræði varðar leggjum við áherslu á að borða það sem okkur þykir gott. Ekkert er bannað, en hins vegar leggjum við upp með að kynna til leiks holla og gómsæta valkosti. Þegar fólk fléttar slíkt fæði inn í mataræðið fer annað út á móti og reynslan sýnir að það er óhollustan sem víkur. Í Heilsuborg starfar okkar sérlegi ástríðukokkur Sólveig Sigurðardóttir (Lífsstíll Sólveigar). Hún kennir á námskeiðum í Heilsuborg og sýnir hve auðvelt er að elda og borða gómsætan og hollan mat.“Í Heilsuborg starfar fjöldi fagaðila með ýmis konar sérþekkingu undir sama þaki, svo sem læknar, sálfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar.MYND/ERNIRHeilsuborg fyrir þá sem vilja vanda sig„Í Heilsuborg aðstoðum við alla sem vilja vanda sig við að vinna með heilsuna,“ segir Erla og Heilsuborg veitir víðtæka þjónustu, hvort sem fólk vill fyrirbyggja heilsubrest með forvarnarvinnu eða meðhöndla vanda sem upp er kominn. „Fyrirtækið er einstakt í sinni röð því hér starfar fjöldi fagaðila með ýmis konar sérþekkingu undir sama þaki,“ segir Erla. Til dæmis sé hægt að koma bara í líkamsrækt eða eingöngu til sálfræðings eða næringarráðgjafa. „Svo er hægt að koma á lausnanámskeiðin okkar sem eru samsett með hreyfingu, fræðslu og einstaklingsviðtölum. Ein af nýjungum okkar er að bjóða upp á svefnmælingar, sem er afar ánægjulegt því svefn hefur fengið alltof litla athygli í umræðu um góða heilsu. Það eru svo ótal mörg kerfi að störfum í líkamanum þegar við sofum og þau þurfa að fá að starfa eðlilega.“Frí ráðgjöfHeilsuborg býður fjölbreytta þjónustu. Til að ganga úr skugga um að rétt leið sé valin er hægt að panta tíma í fría ráðgjöf og finna bestu leiðina.Heilsuborg á nýjum staðHeilsuborg flutti nýlega í Höfðann, Bíldshöfða 9. Á nýja staðnum var starfsemin aukin um helming og nú starfa hjá Heilsuborg 90 manns. Þar starfa fjölskylduráðgjafi, hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar auk ástríðukokks. Til að fá frekari upplýsingar um Heilsuborg og námskeiðin sem eru í boði er hægt að skoða heimasíðuna heilsuborg.is eða hringja í síma 560 1010.Vinsælasta námskeið Heilsuborgar heitir Heilsulausnir. Kynningarfundur um Heilsulausnir verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, þriðjudaginn 9. janúar kl. 17.30. Fundurinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir. Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira
KYNNING: Áramót eru góður tími til að setja sér ný markmið og oft er heilsan ofarlega í huga. Þá vaknar hin sígilda spurning: Hvað get ég gert til að bæta heilsuna? „Við þessari spurningu eru mörg svör því við erum jú ekki öll eins,“ segir Erla Gerður Sveinsdóttir, yfirlæknir og stofnandi Heilsuborgar. Erla hefur í rúman áratug unnið með fólki sem er að gera breytingar á sínum lífsvenjum.Skyndilausnir heilla„Hættan er sú að við látum stjórnast af freistandi boðum um skyndilausnir því við viljum gjarnan þurfa að hafa sem minnst fyrir þessu og ná árangri sem allra fyrst.“ En er það raunhæft? „Þegar kemur að heilsunni þá borgar sig að vanda til verksins,“ segir Erla. „Við náum miklu betri langtíma árangri ef við gefum okkur svigrúm til að átta okkur á því hvað hentar – og byrja þar sem við erum stödd. Fyrstu skrefin eru því að gefa sér tíma til að skoða stöðuna og fá þar aðstoð ef við erum í vafa, gera síðan áætlun og fá stuðning til að fylgja henni og endurmeta reglulega. Slíkan stuðning veitum við viðskiptavinum okkar í Heilsuborg, allt á þeirra eigin forsendum.“Hreyfing er grunnur góðrar heilsu„Við þurfum að hreyfa okkur,“ segir Erla. „Margir lifa lífi sem einkennist af hreyfingarleysi og fyrr eða síðar segir það til sín á einhvern hátt. Fyrir suma er það að byrja að hreyfa sig, eða hreyfa sig meira, stórt skref í átt að bættri heilsu. Hér gildir að byrja skynsamlega, ekki taka allt með ógurlegu átaki en springa svo á limminu eða hreinlega vinna ógagn með rangri eða of mikilli hreyfingu. Meira er ekki alltaf betra.“Erla segir streitu sem megrun valdi stilla líkamann á fitusöfnun þannig að erfiðara verði að léttast.MYND/ERNIRJafnvægi er mikilvægtErla segir fyrstu skrefin í breyttum lífsháttum alltaf vera að koma jafnvægi á líkamsstarfsemina. „Ef við skoðum þyngdarstjórnun, þá eru mörg flókin kerfi líkamans sem hafa þar áhrif. Við þurfum að finna jafnvægi, bæði á líkama og sál til að ná árangri sem endist út lífið,“ útskýrir Erla. Hvað mataræði varðar hafi engan tilgang að pína sig í gegnum einhvern kúr. „Streitan sem megrun veldur stillir líkamann til dæmis á fitusöfnun þannig að það verður enn erfiðara að léttast. Svefnleysi gerir slíkt hið sama.“Bakslag eftir megrunarkúrinnMargir vilja koma sér í form eða léttast og hrífast af sögum af fólki sem hefur náð undraverðum árangri á skömmum tíma, gjarnan með ákveðið mataræði og viljastyrk að vopni - eða með aðstoð frá einhverju töfraefni. Sjaldnar sést umfjöllun um hvað gerist eftir það. „Það er mjög algengt að bakslag komi í kjölfar á árangri sem fenginn er með átaki. Þá sitja margir eftir með sárt ennið og líður illa því þeir telja sig ekki hafa verið nógu duglega og að allt sé þeim að kenna. En í raun er líkamanum mjög eðlilegt að bregðast við með því að auka þyngdina aftur. Við vitum að megrun er fitandi á svo margan hátt.“Vigtin segir ekki alltTalan á vigtinni er alls ekki algildur mælikvarði á heilsu þó hún geti verið vísbending. „Það er hægt að vera þungur og hraustur – eða grannur í mikilli heilsufarsáhættu,“ segir Erla. „Þannig geta þeir sem léttast heilmikið staðið uppi með verri heilsu. Þarna þurfum við að horfa á heildarmyndina og vanda okkur.“Þarfir fólks eru ólíkarÍ Heilsuborg er lögð mikil áhersla á að greina stöðuna og velja leið sem hentar hverjum einstaklingi. „Það er ekki eitt mataræði sem hentar öllum og ekki heldur sama hreyfingin. Sumir kjósa að æfa einir og þá er gott að fá stuðning eftir þörfum, aðrir vilja æfa í hóp og fá stuðninginn þannig,“ segir Erla. „Hvað mataræði varðar leggjum við áherslu á að borða það sem okkur þykir gott. Ekkert er bannað, en hins vegar leggjum við upp með að kynna til leiks holla og gómsæta valkosti. Þegar fólk fléttar slíkt fæði inn í mataræðið fer annað út á móti og reynslan sýnir að það er óhollustan sem víkur. Í Heilsuborg starfar okkar sérlegi ástríðukokkur Sólveig Sigurðardóttir (Lífsstíll Sólveigar). Hún kennir á námskeiðum í Heilsuborg og sýnir hve auðvelt er að elda og borða gómsætan og hollan mat.“Í Heilsuborg starfar fjöldi fagaðila með ýmis konar sérþekkingu undir sama þaki, svo sem læknar, sálfræðingar, næringarfræðingar, sjúkraþjálfarar og íþróttafræðingar.MYND/ERNIRHeilsuborg fyrir þá sem vilja vanda sig„Í Heilsuborg aðstoðum við alla sem vilja vanda sig við að vinna með heilsuna,“ segir Erla og Heilsuborg veitir víðtæka þjónustu, hvort sem fólk vill fyrirbyggja heilsubrest með forvarnarvinnu eða meðhöndla vanda sem upp er kominn. „Fyrirtækið er einstakt í sinni röð því hér starfar fjöldi fagaðila með ýmis konar sérþekkingu undir sama þaki,“ segir Erla. Til dæmis sé hægt að koma bara í líkamsrækt eða eingöngu til sálfræðings eða næringarráðgjafa. „Svo er hægt að koma á lausnanámskeiðin okkar sem eru samsett með hreyfingu, fræðslu og einstaklingsviðtölum. Ein af nýjungum okkar er að bjóða upp á svefnmælingar, sem er afar ánægjulegt því svefn hefur fengið alltof litla athygli í umræðu um góða heilsu. Það eru svo ótal mörg kerfi að störfum í líkamanum þegar við sofum og þau þurfa að fá að starfa eðlilega.“Frí ráðgjöfHeilsuborg býður fjölbreytta þjónustu. Til að ganga úr skugga um að rétt leið sé valin er hægt að panta tíma í fría ráðgjöf og finna bestu leiðina.Heilsuborg á nýjum staðHeilsuborg flutti nýlega í Höfðann, Bíldshöfða 9. Á nýja staðnum var starfsemin aukin um helming og nú starfa hjá Heilsuborg 90 manns. Þar starfa fjölskylduráðgjafi, hjúkrunarfræðingar, íþróttafræðingar, læknar, næringarfræðingar, sálfræðingar og sjúkraþjálfarar auk ástríðukokks. Til að fá frekari upplýsingar um Heilsuborg og námskeiðin sem eru í boði er hægt að skoða heimasíðuna heilsuborg.is eða hringja í síma 560 1010.Vinsælasta námskeið Heilsuborgar heitir Heilsulausnir. Kynningarfundur um Heilsulausnir verður haldinn í Heilsuborg, Bíldshöfða 9, þriðjudaginn 9. janúar kl. 17.30. Fundurinn er ókeypis og allir eru hjartanlega velkomnir.
Mest lesið Æskudraumurinn varð að veruleika Lífið Stjörnulífið: Svona voru jólin hjá stjörnum landsins Lífið Steindi og Saga í stjörnuprýddum skets um typpalokk Lífið Dísella „loksins“ trúlofuð Lífið Dóra Júlía og Bára gengu í það heilaga Lífið Eftirréttur ársins að hætti Elenoru Lífið Sonur Völu og Óskars Loga kominn með nafn Lífið Áramótaheitin: Að sjá fyrir sér útkomuna en passa sig á nokkrum gryfjum Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Fleiri fréttir Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Hinn eini sanni konungur mættur í bíó Iceguys með opna búð og árita bókina „Lágspennubókmenntir“ List Sísíar sameinar húmor og hjartahlýju í nýju jólahefti Hátíðlegt en afslappað á tíu ára afmælinu Vinsælustu vörurnar í Signature 2024 Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Fyrsti alvöru spænski veitingastaðurinn á Íslandi Finndu hina fullkomnu gjöf fyrir hana með vöruleit Já.is Keppnisskap kemur vinum í klandur „Það er enginn að ætlast til þess að ég mæti með lík“ Die Hard á jólamyndalista helsta skvísubókahöfundar landsins Við hagræðum speglum til að sýna það af lífi okkar sem við viljum sýna „Sigmundur Davíð er súrrealisti" Glansandi feldur merki um heilbrigði gæludýrsins - góð ráð fyrir sparibaðið Uppskrift að jólamatnum - þegar ekkert má klikka Matarboðin sem fólk man eftir Töfrandi og kynngimagnaður kvennaheimur opnast Óviðjafnanleg frásögn frá einstökum höfundi Gjafabréf sem búa til ógleymanlegar minningar í íslenskri náttúru Skáldskapur talaður lóðbeint út úr eigin hjarta „Hér hvílir sannleikurinn“ Gæsahúð þegar dansarar sviptu hulunni af goðsagnakenndum bíl Að ánetjast eldri konum Hafa stutt við bætta heilsu þjóðarinnar í aldarfjórðung Sérfræðingar Útilífs aðstoða við val á rétta búnaðinum Virka sömu orðskýringar á ömmur og unglinga? Kærleikskúla sem býr til ævintýri og góðar minningar Sjá meira