Erlent

Fimm látnir í óeirðum í Kabúl

Á annað þúsund manns komu í dag saman til mótmæla skammt frá staðnum þar sem bílsprengjan sprakk.
Á annað þúsund manns komu í dag saman til mótmæla skammt frá staðnum þar sem bílsprengjan sprakk. Vísir/AFP
Fimm manns hið minnsta eru látnir eftir mótmæli í afgönsku höfuðborginni Kabúl í dag. Mótmælendur hafa krafist afsagnar ríkisstjórnar landsins í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar í borginni á miðvikudag.

Að minnsta kosti níutíu manns létust og mörg hundruð manns særðust í árásinni sem var sú mannskæðasta í Kabúl í mörg ár.

Á annað þúsund manns komu svo í dag saman til mótmæla skammt frá staðnum þar sem bílsprengjan sprakk, ekki langt frá forsetahöllinni og skrifstofum alþjóðastofnana.

Lögregla skaut varnaðarskotum og tók að beita vatnsbyssum og táragasi á mótmælendur eftir að nokkrir þeirra reyndu þar að komast inn á afgirt svæði og settu stefnu á forsetahöllina. Létust nokkrir mótmælendanna lífið í átökum mótmælenda og lögreglu.

Mótmælendur kröfðust einnig að talibanar sem grunaðar eru um árásina, verði teknir af lífi. Talibanar segjast þó ekki bera ábyrgð á árásinni.


Tengdar fréttir

Tugir látnir eftir öfluga sprengingu

Gríðaröflug sprengja sprakk í Kabúl, höfuðborg Afganistans í nótt og eru að minnsta kosti áttatíu látnir og 350 særðir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×