Erlent

Nærbuxnabunga reyndist vera kyrkislanga

Samúel Karl Ólason skrifar
Í skýrslu lögreglunnar liggur ekki fyrir af hverju maðurinn var með kyrkislöngu í nærbuxunum og er ekki vitað hver á slönguna.
Í skýrslu lögreglunnar liggur ekki fyrir af hverju maðurinn var með kyrkislöngu í nærbuxunum og er ekki vitað hver á slönguna. Vísir/Getty
Lögregluþjónum í Darmstadt í Þýskalandi brá væntanlega heldur í brún í gær þegar þeir gripu inn í rifrildi tveggja manna. Annar mannanna reyndist mjög ölvaður og árásargjarn og var hann handtekinn. Þegar leitað var á honum urðu lögregluþjónarir varir við „stóra bungu“ á buxum hans.

Í ljós kom að hinn 19 ára gamli maður var með um 35 sentímetra kyrkislönguunga í nærbuxunum.

Í skýrslu lögreglunnar liggur ekki fyrir af hverju maðurinn var með kyrkislöngu í nærbuxunum og er ekki vitað hver á slönguna. Talið er að ættingi hans eigi hana. Auk þess að leita að eiganda slöngunnar er lögreglan einnig að rannsaka hvort að maðurinn hafi brotið dýraverndarlög.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×