Erlent

Hvetur Pólverja til að fjölga sér eins og kanínur

Atli Ísleifsson skrifar
Fæðingartíðni í Póllandi er ein sú lægsta í Evrópu.
Fæðingartíðni í Póllandi er ein sú lægsta í Evrópu.
Pólska ríkisstjórnin hefur hvatt landsmenn sína til að fjölga sér eins og kanínur. Fæðingartíðni í Póllandi er ein sú lægsta í Evrópu og hefur heilbrigðisráðuneyti landsins nú birt myndband þar sem kanínum er hrósað fyrir að geta af sér svo mörg afkvæmi.

Í myndbandinu má sjá kanínur þar sem þær naga á káli og gulrótum á meðan „kanína“ nokkur greinir frá leyndarmálunum á bakvið hinar stóru fjölskyldur – hreyfing, hollt matarælði og streituleysi.

Loks má einnig sjá tvær manneskjur í rómantískri lautarferð sem bendir til að örlítil rómantík hjálpi líka til.

„Ef þú vilt einhvern tímann verða foreldi, farðu þá að dæmi kanína,“ er áhorfendum sagt.

Fólksfjöldinn í Póllandi er nú um 38 milljónir manna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×