Erlent

Fyrsta transmanneskjan kjörin á ríkisþing í Bandaríkjunum

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Danica Roem hlaut sögulega kosningu í gær.
Danica Roem hlaut sögulega kosningu í gær. Vísir/Getty
Danica Roem braut blað í sögunni í gær þegar hún varð fyrsta transgender manneskjan sem hlotið hefur kjör á ríkisþing í Bandaríkjunum. Roem tekur sæti á ríkisþingi Virginíu.

 

Roem sló út Repúblikanum Robert Marshall sem setið hefur á þinginu í 26 ár. Roem vann áður sem blaðamaður og vann óvæntan sigur í prófkjöri Demókrata í júní. 

Athygli vekur að Roem hafi slegið út Marshall sem er einkar íhaldssamur stjórnmálamaður. Hann hefur meðal annars sett sig á móti réttindum hinsegin fólks. Meðal annars lagði hann fram svokallað „baðherbergis frumvarp“ sem hefði skikkað transfólk til að nota almenningssalerni ætluð því kyni sem fólk er skráð sem á fæðingarvottorði.

Marshall var óvæginn í kosningabaráttunni og ávarpaði Roem ítrekað sem karlmann, meðal annars á auglýsingum. Þá neitaði hann einnig að mæta henni í kappræðum.

„Í 26 ár hef ég barist fyrir ykkur og fyrir framtíð okkar,“ sagði Marshall á Facebook síðu sinni. „Ég mun halda því áfram en á annan hátt.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×