Ætla að fella niður skattaafslátt við kaup rafbíla Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 10:30 Greinendur segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Vísir/AFP Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum. Bílar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Ríkisstjórn Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, ætlar að fella niður skattaafslátt sem fólk fær þegar það kaupir rafbíla. Bílaframleiðendur í Bandaríkjunum segja að þær áætlanir muni hafa neikvæð áhrif á þá. Fyrirtækin hafa fjárfest verulega í framleiðslu rafbíla og sérfræðingar segja að samkeppnisstaða bandarískra bílaframleiðenda muni versna verulega. Um er að ræða 7.500 dala afslátt sem kaupendur hafa fengið, en það samsvarar um átta hundruð þúsund krónum. Í frétt NBC News er vitnað í nýlega rannsókn þar sem talið er að árið 2030 verði minnst helmingur allra keyptra nýrra bíla rafbílar. Það er því til mikils að vinna hjá umræddum framleiðendum að halda afslættinum.Greinendur sem blaðamenn NBC ræddu við segja að verði afslátturinn felldur niður muni það koma hvað verst niður á Tesla og General Motors. Forsvarsmenn Tesla hafa unnið að því að auka framleiðslugetu fyrirtækisins verulega eða um 600 prósent til ársins 2018. Vonast er til þess að fyrirtækið geti framleitt 500 þúsund bíla á ári hverju eftir það. Svipaða sögu sé að segja af fyrirtækinu GM þar sem bíll þeirra Chevrolet Bolt hefur notið gífurlegra vinsælda í Bandaríkjunum. Í tilkynningu frá sambandi bílaframleiðenda í Bandaríkjunum segja ljóst að niðurfelling skattaafsláttarins muni koma niður á fyrirtækjunum og sambandið ætli að vinna með þinginu til að skoða möguleika á því að halda afslættinum.
Bílar Mest lesið Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira