Benedikt segir það mikil vonbrigði að detta af þingi Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2017 00:41 Fjármála- og efnahagsráðherra á að öllum líkindum ekki afturkvæmt eftir þessar kosningar. Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan. Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Benedikt Jóhannesson, núverandi fjármála- og efnahagsráðherra, á að öllum líkindum ekki afturkvæmt á þing eftir þessar kosningar. Fylgi viðreisnar í Norðausturkjördæmi, þar sem Benedikt er oddviti er langt frá því að fá kjördæmakjörinn mann. Hann segir það persónulega mikil vonbrigði en tilfinningarnar séu blendnar. „Jú auðvitað eru það vonbrigði. Maður hafði metnað til að vera áfram. Ég bauð mig farm til að komast á þing og reyndi að standa mig vel fyrir þjóðina og kjördæmið. Auðvitað eru það því mikil vonbrigði,“ segir Benedikt. „ Hins vegar eru tilfinningarnar blendnar. Viðreisn er búin að rúmlega tvöfalda fylgið sitt á hálfum mánuði og ég er mjög glaður yfir því. Hins vegar vonaðist maður til að þetta yrði heldur betra en það er.“ Eins og staðan er núna er Viðreisn að tapa þremur þingmönnum. Flokkurinn var með sjö þingmenn en fá fjóra þingmenn nú ef þetta verður lokaniðurstaðan. Hins vegar á eftir að telja mörg atkvæði og nóttin er löng. „Sérstaklega var ég að vona að við myndum fá meira í dreifbýlinu. Við erum í raun langt frá því að vera inn í landsbyggðarkjördæmunum,“ segir Benedikt. Benedikt segist ekki vera hættur í pólitík. „Ég er ekki hættur, nei nei, menn eru ennþá í pólitík þó þér séu ekki á þingi. Það er líkt og ég sagði þegar ég hætti sem formaður að meginatriðið er það að málstaðurinn lifi. Og málstaðurinn lifir af einstaka menn og við erum áfram á þingi,“ segir Benedikt. „Það eru ekki allir nýir flokkar sem ná að komast inn á þing í annað sinn og fyrir það erum við ánægð en auðvitað hefðum við viljað hafa fylgið meira, það segir sig sjálft.“ Benedikt segir skilaboð kjósenda í þessum kosningum ekki nógu skýr til að augljós ríkisstjórn sé í spilunum. „Skilaboðin eru mjög óljós finnst mér. Ég svona næ þeim ekki mjög vel. Það gæti gert það að verkum að það taki tíma að ná niður ríkisstjórn. Hinsvegar geta hlutirnir þróast mjög hratt og í óvæntar áttir og við verðum að bíða og sjá. Síðast hefði líklegast landslagið verið traustar ef einn eða tveir þingmenn hefðu fallið aðeins öðruvísi. Því verðum við að bíða eftir lokaniðurstöðunni í fyrramálið.“Einnig var rætt við Benedikt í Kosningasjónvarpi Stöðvar 2. Hægt er að horfa á viðtalið hér fyrir neðan.
Kosningar 2017 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira