Innlent

Skildi farþega eftir slasaðan í aftursætinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi slyssins á föstudaginn.
Frá vettvangi slyssins á föstudaginn. Vísir
Lögreglan í Kópavogi hefur boðað karlmann á þrítugsaldri í skýrslutöku vegna aðildar að hörkulegum árekstri á Fífuhvammsvegi á föstudaginn. Maðurinn flúði vettvang en lögreglu varð fljótlega ljóst hver var þar á ferðinni. Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni í Kópavogi, í samtali við Vísi. Um góðkunningja lögreglunnar er að ræða.

Maðurinn ók bíl sínum á miklum hraða yfir á rangan vegarhelming þar sem hjón komu akandi úr gagnstæðri átt. Reyndu þau að aka bílnum út í kant en tókst ekki að forða árekstrinum. Bíll hjónanna endaði þversum á veginum en bíll hins sem flúði af vettvangi á hvolfi á grasbreiðu.

Ökumaður hinnar bifreiðarinnar kenndi sér meins í öxl og kvið. Var hann fluttur á slysadeild ásamt farþega í hinum bílnum sem valt. Þar var hins vegar engan ökumann að finna þegar lögregla mætti en hann fannst sem fyrr segir í íbúðarhúsnæði skömmu síðar.

Uppfært klukkan 12:39

Í fyrri útgáfu fréttarinnar var haft eftir lögreglu að maðurinn hefði fundist í íbúðarhúnsæði nærri. Hið rétta er að lögregla staðsetti hann í íbúðarhúsnæðinu en hann hefur ekki enn verið yfirheyrður.



Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×