Erlent

Ekki vinsæll þrátt fyrir kosningasigur

Atli Ísleifsson skrifar
Shinzo Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012.
Shinzo Abe tók við embætti forsætisráðherra Japans árið 2012. Vísir/AFP
Flokkur Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, vann mikinn sigur í þingkosningunum sem fram fóru í landinu síðastliðinn sunnudag. Þrátt fyrir það virðist sem að Abe sjálfur njóti ekki mikilla vinsælda meðal japanskra kjósenda.

Ný skoðanakönnun sem gerð var fyrir blaðið Asahi, og gerð var að kosningum loknum, sýnir að 47 prósent aðspurðra vilji ekki að Abe haldi áfram sem leiðtogi landsins. Þá segja 37 prósent aðspurðra að hann eigi að starfa áfram sem forsætisráðherra.

Í frétt Reuters kemur fram að þrátt fyrir að persónulegar vinsældir Abe séu ekki miklar þá hafi stuðningur við ríkisstjórn hans hins vegar aukist.

Formannskosning mun daga fram á landsþingi Frjálslyndra demókrata, flokks Abe, í september á næsta ári.

Stjórnmálaskýrendur hafa sagt að sigur Frjálslyndra demókrata í þingkosningunum megi frekar rekja til veikrar stjórnarandstöðu í landinu en sérstakra vinsælda ríkisstjórnar Abe.


Tengdar fréttir

Japanir ganga til kosninga í fellibyl

Forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, boðaði til óvæntra þingkosninga þann 25. september síðastliðinn en talið er að beri sigur úr býtum í kosningunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×