Fótbolti

Maradona: Sárt að veita Ronaldo verðlaunin

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Cristiano Ronaldo tók við verðlaununum sem besti leikmaður heims að mati FIFA úr hendi Diegos Maradona.
Cristiano Ronaldo tók við verðlaununum sem besti leikmaður heims að mati FIFA úr hendi Diegos Maradona. vísir/getty
Diego Maradona segir að það hafi verið sárt að afhenda Cristiano Ronaldo verðlaunin fyrir besta leikmann heims að mati FIFA.

Verðlaunahátíð FIFA fór fram í London á mánudaginn. Ronaldo vann öruggan sigur í kjörinu á besta leikmanni ársins 2017 og tók við verðlaununum úr hendi Maradona og hins brasilíska Ronaldos.

Lionel Messi lenti í 2. sæti í kjörinu en Maradona hefði frekar viljað afhenda landa sínum verðlaunin.

„Það var sárt að veita Ronaldo verðlaunin og geta ekki veitt Messi þau,“ sagði hinn 56 ára gamli Maradona.

Mikið hefur verið rætt og ritað um að samband argentínsku snillinganna sé slæmt. Messi bauð Maradona t.a.m. ekki í brúðkaupið sitt í sumar. Maradona segir hins vegar að það sé allt í góðu milli þeirra.

„Það var frábært að hitta Messi. Ég ræddi við hann og ástin og væntumþykjan var til staðar eins og alltaf,“ sagði Maradona.


Tengdar fréttir

Ronaldo leikmaður ársins

Portúgalinn Cristiano Ronaldo var valinn besti leikmaður heims á verðlaunaafhendingu FIFA sem fór fram í Lundúnum í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×