Erlent

Taílendingar búa sig undir bálför konungs

Atli Ísleifsson skrifar
Bhumibol konungur lést fyrir um ári.
Bhumibol konungur lést fyrir um ári. Vísir/AFP
Mikill mannsöfnuður safnast nú saman í Bangkok í Taílandi þar sem útför hins elskaða konungs Taíland á að fara fram næstu fimm dagana.

Mikil sorg hefur verið í landinu frá því Bhumibol konungur lést fyrir um ári, en hann varð 88 ára að aldri.

Leiðtoginn ástsæli verður brenndur á báli á morgun en undirbúningur hefur staðið yfir allt frá andláti konungsins.

Maha Vajiralongkorn, elsti sonur konungs og eftirmaður hans á hásætinu, mun kveikja í bálkestinum.


Tengdar fréttir

Vajiralongkorn tekur við sem kóngur í Taílandi

Sonur Bhumibols konungs hefur fallist á ósk taílenska þjóðþingsins um að taka við af föður sínum, sem lést í október. Maha Vajiralongkorn Bodindradebayavarangkun hefur verið umdeildari en faðirinn, sem naut mikillar virðingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×