Innlent

Sóttu slasaðan skipverja

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Maðurinn var ekki talinn mjög alvarlega slasaður en réttara þótti að senda þyrluna eftir honum.
Maðurinn var ekki talinn mjög alvarlega slasaður en réttara þótti að senda þyrluna eftir honum. Vísir/Anton
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út laust fyrir klukkan fjögur í dag vegna manns sem hafði slasast á hendi um borð í loðnuveiðiskipinu Víkingi AK-100. Maðurinn var ekki talinn mjög alvarlega slasaður en vissara þótti að senda þyrluna eftir honum.

Í tilkynningu frá gæslunni segir að skipið hafi verið á miðunum um tuttugu sjómílur norðvestur af Svörtuloftum, yst á Snæfellsnesi. Þyrlan hafi farið í loftið um klukkan hálf fimm og verið komin um fjörutíu mínútum síðar að skipinu.

Um stundarfjórðung tók að koma skipverjanum um borð í þyrluna en aðstæður á vettvangi voru góðar. Þyrlan, TF-LÍF, lenti við Landspítalann í Fossvogi nú um sexleytið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×