Innlent

Fundu tæplega 70 kannabisplöntur

sunna karen sigurþórsdóttir skrifar
Einn var handtekinn vegna málsins, og hefur hann játað að hafa staðið að ræktuninni.
Einn var handtekinn vegna málsins, og hefur hann játað að hafa staðið að ræktuninni. vísir/stefán
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun í íbúðarhúsnæði í umdæminu síðastliðinn sunnudag. Tæplega sjötíu kannabisplöntur og ræktunarbúnaður fundust í húsnæðinu.

Í tilkynningu frá lögreglu segir að mikinn kannabisfnyk hafi lagt frá húsnæðinu þegar lögreglumenn bar þar að. Einn var handtekinn en hann hefur játað að hafa staðið að ræktuninni.

Lögreglan minnir í tilkynningu sinni á fíkniefnasímann, 800-5000. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×