24 ára og ráðin ritstjóri Norðurlands: „Ég er að henda mér í djúpu laugina“ Kristín Ólafsdóttir og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 3. desember 2017 21:15 Ingibjörg Bergmann Bragadóttir er nýr ritstjóri blaðsins Norðurlands. Ingibjörg bergmann bragadóttir Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands, áður Akureyrar vikublaðs. Þá hefur Ámundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. en stefnt er að útgáfu hins nýja Norðurlands þann 14. desember næstkomandi.Ámundi tekur blöðin yfirÚtgáfa á Akureyri vikublaði var stöðvuð í lok nóvember síðastliðnum í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna.Ámundi Ámundason.Vísir/ErnirÁmundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag. Hann sagðist hafa tekið yfir rekstur blaðanna og þau verði áfram gefin út, einhver þó undir öðrum nöfnum. Akureyri vikublað heitir nú til að mynda Norðurland.„Þú verður bara að ákveða þig núna“Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands. Hún er 24 ára gömul, fædd árið 1993, og útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2012. Ingibjörg lærði frönsku við Sorbonne-háskólann í París að lokinni útskrift og hóf svo nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún í vor og stefnir enn fremur á að útskrifast sem framreiðslukona vorið 2018. Ingibjörg tekur við starfi ritstjóra af Indíönu Hreinsdóttur. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að stuttur aðdragandi hafi verið að ráðningunni en Ámundi, eigandi Fótspors ehf., bauð henni starfið í fyrradag. „Hann vildi bara bjóða mér þetta. Ég hringdi í hann upphaflega til þess að segja honum að ég væri opin og spennt fyrir stöðunni og þá bara segir hann: „Já, þú verður bara að ákveða þig núna,“ og áður en ég vissi af bauð hann mig velkomna til starfa,“ segir Ingibjörg.Sjá einnig: Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöðVerður létt og skemmtilegtÁætlað er að blaðið komi út fjórtánda desember næstkomandi svo knappur tími er til stefnu. „Þetta er pínu stressandi,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Ég er að henda mér í djúpu laugina.“ Aðspurð segir Ingibjörg að blaðið muni viðhafa svipaða stefnu og á Kaffinu, vefriti sem Ingibjörg stofnaði og heldur úti ásamt öðrum. Þá segist Ingibjörg jafnframt ætla að halda áfram störfum sínum hjá Kaffinu meðfram ritstjórastarfinu. „Nálgunin mín er að hafa þetta létt og skemmtilegt. Ég er ekki að fara að kafa í einhverja skandala hjá bæjarstjórninni. Þetta verður ekki rannsóknarblað Akureyringa. Þetta verður svolítið svipað og við erum að gera á Kaffinu, fréttir og afþreyingarefni í bland.“ Þá er Ámundi sjálfur ánægður með valið á ritstjóranum. „Þetta er frábær kona, tuttugu og fjögurra ára gömul, listaspíra í fjölmiðlafræði.“ Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands, áður Akureyrar vikublaðs. Þá hefur Ámundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., tekið yfir útgáfu landshlutablaða sem áður voru í eigu Vefpressunnar ehf. en stefnt er að útgáfu hins nýja Norðurlands þann 14. desember næstkomandi.Ámundi tekur blöðin yfirÚtgáfa á Akureyri vikublaði var stöðvuð í lok nóvember síðastliðnum í kjölfar eigendaskipta hjá Vefpressunni ehf. Öll landshlutablöð í eigu Pressunnar voru sett á sölu en um var að ræða Akureyri Vikublað, Austurland, Reykjanes, Suðra, Vesturland, Vestfirði, Ölduna, Sleggjuna, Birtu, Hafnarfjörð, Kópavog og Reykjavík Vikublað. Vefpressan keypti útgáfuréttinn á blöðunum árið 2015 af Fótspori ehf. en Fótspor hefur nú tekið aftur yfir útgáfu blaðanna.Ámundi Ámundason.Vísir/ErnirÁmundi Ámundason, eigandi Fótspors ehf., staðfesti þetta í samtali við Vísi í dag. Hann sagðist hafa tekið yfir rekstur blaðanna og þau verði áfram gefin út, einhver þó undir öðrum nöfnum. Akureyri vikublað heitir nú til að mynda Norðurland.„Þú verður bara að ákveða þig núna“Ingibjörg Bergmann Bragadóttir hefur verið ráðin nýr ritstjóri Norðurlands. Hún er 24 ára gömul, fædd árið 1993, og útskrifaðist úr Menntaskólanum á Akureyri árið 2012. Ingibjörg lærði frönsku við Sorbonne-háskólann í París að lokinni útskrift og hóf svo nám í fjölmiðlafræði við Háskólann á Akureyri. Þaðan útskrifaðist hún í vor og stefnir enn fremur á að útskrifast sem framreiðslukona vorið 2018. Ingibjörg tekur við starfi ritstjóra af Indíönu Hreinsdóttur. Í samtali við Vísi segir Ingibjörg að stuttur aðdragandi hafi verið að ráðningunni en Ámundi, eigandi Fótspors ehf., bauð henni starfið í fyrradag. „Hann vildi bara bjóða mér þetta. Ég hringdi í hann upphaflega til þess að segja honum að ég væri opin og spennt fyrir stöðunni og þá bara segir hann: „Já, þú verður bara að ákveða þig núna,“ og áður en ég vissi af bauð hann mig velkomna til starfa,“ segir Ingibjörg.Sjá einnig: Vefpressan tekur yfir Akureyri og Reykjavík vikublöðVerður létt og skemmtilegtÁætlað er að blaðið komi út fjórtánda desember næstkomandi svo knappur tími er til stefnu. „Þetta er pínu stressandi,“ segir Ingibjörg og skellir upp úr. „Ég er að henda mér í djúpu laugina.“ Aðspurð segir Ingibjörg að blaðið muni viðhafa svipaða stefnu og á Kaffinu, vefriti sem Ingibjörg stofnaði og heldur úti ásamt öðrum. Þá segist Ingibjörg jafnframt ætla að halda áfram störfum sínum hjá Kaffinu meðfram ritstjórastarfinu. „Nálgunin mín er að hafa þetta létt og skemmtilegt. Ég er ekki að fara að kafa í einhverja skandala hjá bæjarstjórninni. Þetta verður ekki rannsóknarblað Akureyringa. Þetta verður svolítið svipað og við erum að gera á Kaffinu, fréttir og afþreyingarefni í bland.“ Þá er Ámundi sjálfur ánægður með valið á ritstjóranum. „Þetta er frábær kona, tuttugu og fjögurra ára gömul, listaspíra í fjölmiðlafræði.“
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14 Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02 Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Uppsagnir hjá Pressunni: Allar eignir til sölu fyrir „skynsamlegt verð“ Starfsfólki Pressunnar hefur verið sagt upp. Um er að ræða tvo launamenn sem hafa starfað fyrir félagið. Ómar R. Valdimarsson, nýr stjórnarmaður, segir nýja stjórn vera í þeim fasa að ná utan um rekstur blaðanna. Allar eignir félagsins séu til sölu fyrir „skynsamlegt verð“. 28. nóvember 2017 13:14
Segja nýkjörna stjórn Pressunnar ekki lögmæta Björn Ingi Hrafnsson og Arnar Ægisson, hluthafar í Pressunni, segja nýja stjórn ekki enn hafa tilkynnt breytingar til fyrirtækjaskrár ríkisskattstjóra. Sveinn Andri Sveinsson sendi bréf á Ómar Valdimarsson, sem nýkjörinn er í stjórnina. 29. nóvember 2017 16:02
Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Björn Ingi Hrafnsson er borinn þungum sökum í yfirlýsingu nýrrar stjórnar Pressunnar. 24. nóvember 2017 19:58