Falið ofbeldi og umræðan Guðmunda Smári Veigarsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:05 Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Skoðun Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun