Falið ofbeldi og umræðan Guðmunda Smári Veigarsdóttir skrifar 3. desember 2017 14:05 Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Ég hef lengi vitað að ofbeldi gagnvart hinsegin fólki er vandlega falið. Eitthvað sem við, hinsegin fólk, ættum ekki að tala um - því ofbeldi er ekki jákvætt. Jákvæð umræða er það sem skilar mestum árangri. Verum jákvæð og glöð, ekki rugga gagnkynhneigða regluveldinu og alls ekki dissa feðraveldið! Í ár hef ég kynnst starfi fjölmargra aðila sem tengjast ofbeldi. Lögreglan, hatursglæpadeild lögreglunnar, geðsvið landspítalans, bráðamóttakan, bráðamóttaka geðsviðs, Vogur og SÁÁ, trans teymi landspítalans, Kvennaathvarfið, Stígamót og Bjarkarhlíð, en af þessum aðilum stóð sú stofnun sig langbest í hinseginvænni þjónustu. Þessi kynni voru ekki vegna sérstaks áhuga um það ofbeldi sem hinsegin fólk verður fyrir, heldur af illri nauðsyn, sem aðstandandi og hinsegin aðgerðasinni. Það er grátbroslegt að þegar ofbeldi kemur inn í líf manns að þá er eins og það margfaldist og maður sér það út um allt, endalaust. Við tölum samt lítið um afleiðingarnar. Það vilja fáir heyra um þær - þær eru ekki jákvæðar. Í ár óttaðist ég um líf. Það var alveg að fara og það gat enginn hjálpað. Manneskjan var hinsegin. „Tölvan segir nei” og vanþekking eru það sem einkenndi þetta tímabil. En var þetta ekki bara einangrað tilvik? Einn einstaklingur sem féll á milli kerfa? Er þetta samt ekki alveg frekar gott svona á heildina litið? Getum við ekki reynt að vera jákvæð? Regnbogar og glimmer? Heyrðuð þið um trans stelpuna sem var kynferðislega áreitt og niðurlægð fyrir að vera trans? Heyrðuð þið um allt trans fólkið sem var hent út af klósettinu á djamminu með valdi? Heyrðuð þið af hommanum í dragi sem var öskrað á og hótað þegar hann labbaði niður Laugaveginn? Heyrðuð þið þegar ungum hinsegin krökkum er boðinn peningur fyrir „kynlíf” því þau eru hinsegin? En um trans gaurinn sem var barinn því hann var trans? Það er fullt af atvikum sem aldrei er sagt frá því þau eru ekki jákvæð. Get ég verið jákvætt þegar það eina sem ég heyri er meira ofbeldi? Þegar ég veit að „kerfið” er hryllingur? Þegar mitt hinsegin samfélag er enn bara meðvirkt? Þegar aldrei hefur fleira trans fólk verið drepið í heiminum en árið í ár? Þegar fólk opinberlega heldur því fram að það sé ekki þörf á hatursglæpadeild lögreglunnar? Þegar fólk neitar að nota rétt nafn um mig? Þegar rannsóknir sýna að hinsegin ungmenni eru líklegri til sjálfskaða en aðrir en þrátt fyrir það fæst ekki fjármagn fyrir félagsmiðstöð hinsegin ungmenna? Þegar ég bíð með kvíðahnút eftir frétt af fyrstu íslensku trans manneskjunni sem verður myrt, því hún var trans? Ég skal vera jákvætt þegar starfsemi Samtakanna ‘78 verður tryggð með viðeigandi fjármögnun. Þegar ég veit að Bjarkarhlíð er komin til að vera. Þegar við endurhönnum geðheilbrigðiskerfið. Þegar hatursglæpadeildin fær meira fjármagn og þegar jafnrétti hinsegin fólks verður að fullu innleitt í lög. Ofbeldi gagnvart hinsegin fólki á bara eftir að aukast. Við getum undirbúið okkur, unnið saman til að minnka skaðann. Hættum að vera meðvirk, tökum þetta alvarlega og bætum líf nýrrar kynslóðar hinsegin fólks.Höfundur er í stjórn Samtakanna ‘78
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun