Erlent

Rannsóknar á Trump krafist í Sannleiksgöngum

Kjartan Kjartansson skrifar
Mótmælendur sýndu andúð sína á Trump forseta í Sannleiksgöngu í Washington og fleiri borgum í gær.
Mótmælendur sýndu andúð sína á Trump forseta í Sannleiksgöngu í Washington og fleiri borgum í gær. Vísir/AFP
Þúsundir Bandaríkjamenn kröfðust óháðrar og sjálfstæðrar rannsóknar á meintu samráði forsetaframboðs Donalds Trump og rússneskra stjórnvalda í Sannleiksgöngum sem voru gengnar í fjölda borga í gær.

Stærsta Sannleiksgangan var haldin í Washington-borg þar sem fleiri en þúsund manns komu saman nærri Washington-minnisvaraðnum að sögn Washington Post. Ræðumenn hvöttu viðstadda til að halda anspyrnunni gegn Trump forseta gangandi.

„Ég hef verið fokvondur allt frá kosningunum. Sú staðreynd að þessi maður gæti verið forseti í fjögur ár hræðir líftóruna úr mér,“ hefur blaðið eftir Lee Adams, einum sannleiksgöngumannanna.

Trump valdi golfklúbbinn fram yfir stuðningsmannafund

Sannleiksgangan var mun fjölmennari en útifundur sem stuðningsmenn Trump skipulögðu fyrir utan Hvíta húsið til að fagna því að hann dró Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum í vikunni. Aðrir hópar mótmæltu ákvörðuninni í grenndinni.

Þrátt fyrir að Hvíta húsið hefði auglýst stuðingsfundinn lét forsetinn sjálfur ekki sjá sig þar. Hann er sagður hafa valið að eyða helginni heldur í golfklúbbi sínum í New Jersey samkvæmt frétt Business Insider.


Tengdar fréttir

Parísarsamkomulagið er sagt í hættu

Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út

Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps

Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“

Halda ótrauð áfram án Donalds Trump

Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að landið segi sig frá Parísarsamkomulaginu. Ber fyrir sig efnahagslegar byrðar. Evrópa og Kína undirbúa sameiginlega yfirlýsingu.

Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×