Fótbolti

Gista í túristaparadís og æfa í hótelgarðinum | Myndir

Tómas Þór Þórðarson í Antalya skrifar
Ekki amalegt.
Ekki amalegt.
Strákarnir okkar í íslenska fótboltalandsliðinu hafa það notalegt í Antalya þar sem þeir gista og æfa fram á miðvikudagskvöld þegar þeir fljúga yfir til Eskisehir í Tyrklandi en þar mæta þeir heimamönnum í undankeppni HM 2018 á föstudagskvöldið.

Eins og fram kom í morgun gátu strákarnir ekki æft í hádeginu vegna mikils hita en hann er að skríða yfir 30 gráður og var æfingunni því frestað um sex klukkustundir. Þeir æfa klukkan 17.00 í dag.

Það verður ekkert mál fyrir strákana að drepa tímann fram að æfingu en nóg er í boði á glæsilegu hóteli þeirra hér í Antalya. Þetta er ein helsta túristaborg Tyrklands og Belek-svæðið stútfullt af risastórum hótelum með golfvelli allt í kring.

Íslenska liðið gistir í þessari túristaparadís og er með æfingavöllinn í hótelgarðinum. Þarna æfa mörg stór félagslið á undirbúningstímabilinu en finnska landsliðið gisti einnig og æfði á sama hóteli þegar að það mætti heimamönnum í undankeppni HM.

Strákarnir geta farið í golf á einkagolfvelli hótelsins, kíkt í tennis, farið í nudd, legið við sundlaugabakkann eða kíkt á ströndina sem er aðeins nokkrum metrum frá sundlaugagarðinum.

Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá hótelinu sem strákarnir okkar gista á.

Stutt á ströndina.mynd/kaya palazzo
Hótelið er með sinn eigin golfvöll.mynd/kaya palazzo
VIP sundlaugagarðurinn er notalegur.mynd/kaya palazzo
Svo er fótboltavöllur þar sem mörg stór félagslið og landsliðs hafa æft.mynd/kaya palazzo

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×