Innlent

54 sjómenn HB Granda eiga von á uppsagnarbréfi

Samúel Karl Ólason skrifar
Þerney í slipp í Reykjavík.
Þerney í slipp í Reykjavík. Vísir/Pjetur
Alls eiga 54 sjómenn útgerðarfyrirtækisins HB Granda eiga von á uppsagnarbréfum á næstu dögum. Fyrirtækið hefur selt frystitogarann Þerney RE til Suður-Afríku. Skipið verður afhent nýjum eigendum þann 15. nóvember næstkomandi.

Í tilkynningu á vef fyrirtækisins segir að HB Grandi muni aðstoða þá í áhöfn Þerneyjar sem ekki komast í pláss annarra skipa við atvinnuleit, eins og kostur sé.

Þerney RE 1 er frystitogari og er aflinn flakaður og frystur um borð. Togarinn var smíðaður árið 1992 í Noregi og hefur verið gerð út af HB Granda frá því hann kom til landsins 1993. Tvöföld áhöfn er á skipinu og 27 á sjó í hverjum túr.

Forsvarsmenn HB Granda funduðu með sjómönnunum í dag. Samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins var þungt yfir mönnum eftir fundinn.



Verið er að smíða nýja togara fyrir HB Granda í Tyrklandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×