Ronaldo vildi ekki greiða 100 milljónir í nauðgunarmálinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2017 13:00 Ronaldo er sakaður um að hafa greitt stúlku í Bandaríkjunum svo hún myndi ekki kæra hann fyrir nauðgun. vísir/getty Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel. Fótbolti Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira
Það er mikið fjallað um Cristiano Ronaldo á neikvæðum forsendum þessa dagana eftir að þýska blaðið Der Spiegel hóf að fjalla um að hann hefði þaggað niður í bandarískri stúlku sem ætlaði að kæra hann fyrir nauðgun. Umboðsmenn Ronaldos hafa vísað öllum ásökunum á bug og segja þetta vera upplognar sakir hjá fjölmiðlum. Der Spiegel segist hafa sannanir fyrir því að Ronaldo hafi tekið þátt í viðræðunum við konuna um hversu mikið ætti að greiða henni fyrir að þegja. Það var snemma í janúar árið 2010 sem lögfræðingar Ronaldos settust niður með bandarísku stúlkunni sem sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað sér í Las Vegas sumarið áður. Þá var Ronaldo að fagna því að hafa verið seldur frá Man. Utd til Real Madrid. Hún vildi semja utan réttarsalar og mætti með sinn eigin lögfræðing til fundarins. Ráðgjafi Ronaldos sat fundinn og sendi portúgölsku ofurstjörnunni textaskilaboð um gang mála. Skilaboð sem Der Spiegel segist vera með í sínum fórum sem og öll málsgögnin um sáttina á milli Ronaldo og stúlkunnar. Gögnin fékk blaðið frá Football Leaks síðunni sem svipar til Wikileaks en sérhæfir sig augljóslega í málum tengdum knattspyrnu.Það gustar um Ronaldo þessa dagana.vísir/gettyRonaldo er sagður hafa verið meðvitaður um ásakanirnar strax árið 2010 og skipti sér mikið af fjárhagslegu hliðinni á samkomulaginu. Er Ronaldo fékk sms frá Las Vegas um að stúlkan vildi fá 950 þúsund dollara, rúmar 100 milljónir króna, svaraði Ronaldo að það væri of mikið. Upphæðin yrði að vera lægri. OK, svaraði ráðgjafinn á staðnum. Að lokum var samið um að Ronaldo greiddi stúlkunni rúmar 30 milljónir króna. Hún skrifaði um leið undir samkomulag sem meinar henni að tjá sig um málið á allan hátt. Ronaldo neitar því staðfastlega að hafa nauðgað stúlkunni. Nánar má lesa um málið hér á síðu Der Spiegel.
Fótbolti Mest lesið Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Körfubolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Fótbolti Fleiri fréttir Börsungar bikarmeistarar eftir framlengingu Varamennirnir sáu um ótrúlega endurkomu Ísaks og félaga Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Sjá meira