Innlent

Nýburi lést vegna listeríusýkingar

Atli Ísleifsson skrifar
Fyrsta tilfellinu af listeríusýkingu var lýst á Íslandi 1978.
Fyrsta tilfellinu af listeríusýkingu var lýst á Íslandi 1978. Vísir/anton
Sex einstaklingar hafa greinst með listeríu það sem af er ári, meðal annars nýburi og móðir. Tveir eldri einstaklingar með undirliggjandi alvarlega sjúkdóma létust í maí og júní með þessa sýkingu. Þá lést nýburi í ágúst síðastliðinn.

Þetta kemur fram í Farsóttafréttum landlæknisembættisins sem kom út í dag. Þar segir að rannsókn á orsökum þessara sýkinga standi yfir.

„Listeríusýking orsakast af bakteríunni Listeria monocytogenes. Bakteríuna má finna í ógerilsneyddri mjólk og afurðum hennar og í hráum fiski. Sýkingin getur verið skæð þeim sem eru með skert ónæmiskerfi, nýburum og eldra fólki, segir í greininni.

Fyrsta skráða tilfelli listeríusýkingar kom upp á Íslandi 1978, en árið 1997 var listeríusýking gerð tilkynningarskyld. Á árunum 1997 til 2016 komu upp nítján tilfelli, eða um eitt tilfelli á ári að jafnaði. Á árunum 2015 og 2016 greindist enginn með listeríu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×