Myndbandi sem virðist sýna sóknarþjálfara Miami Dolphins, Chris Foerster, taka inn hvítt duft fyrir fund var lekið á internetið. Því hefur hins vegar nú verið eytt af Facebook.
Forráðamenn Dolphins sögðust í gærkvöld nýverið hafa frétt af myndbandinu en gætu ekki gefið neitt út að svo studdu. Heimildarmaður Miami Herald sagði liðið þegar hafa byrjað að rannsaka málið og að búið sé að staðfesta að þetta sé Foerster á myndbandinu.
Kijuana Nige setti myndbandið á Facebook, en ekki er vitað hversu gamalt það sé. Á myndbandinu er Foerster að tala til konu og segist vera á leiðinni á fund, en fyrst ætli hann að taka inn tvær línur af hvítu dufti. Hann segist sakna konunnar og óska þess að hann gæti sogið duftið upp af líkama hennar.
Heimildarmaður hefur sagt að herbergið sem Foerster sé í sé mjög líklega ein af skrifstofum Miami Dolphins.
Foerster hefur unnið í NFL deildinni í 24 ár fyrir átta lið. Hann var hjá Dolphins 2004 og snéri aftur til Miami á síðasta ári.
Myndband sýnir þjálfara Dolphins taka inn hvítt duft fyrir fund
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið



„Urðum okkur sjálfum til skammar“
Körfubolti

Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni
Enski boltinn






Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá
Körfubolti