Rússneska tenniskonan Maria Sharpaova hefur tilkynnt að hún muni taka fram tennisspaðann á nýjan leik þegar hún hefur lokið fimmtán mánaða keppnisbanni frá íþróttinni í apríl.
Sharapova var dæmd í tveggja ára bann eftir að hún féll á lyfjaprófi á Opna ástralska meistaramótinu í tennis, fyrir tæpu ári síðan.
Lyfið meldóníum uppgötvaðist í sýni hennar en í ljós kom að það hefði verið notað í miklum mæli, sérstaklega hjá íþróttafólki frá Rússlandi og öðrum löndum í austurhluta Evrópu.
Hún áfrýjaði dómnum í október og var bannið stytt í fimmtán mánuði. Það þýðir að henni verður frjáls að keppa á nýjan leik í apríl.
Sjá einnig: Bann Sharapovu stytt
Hennar fyrsta mót verður Porsche Grand Prix-mótið í Stuttgart en hún bar sigur úr því móti þrju ár í röð, frá 2012 til 2014.
Hún fær undanþágu til að keppa á mótinu þar sem að hún er ekki á styrkleikalista Alþjóðatennissambandsins sem stendur.
„Ég gæti ekki verið ánægðari með að fá minn fyrsta leik á einu af mínu uppáhaldsmótum. Ég get ekki beðið eftir að hitta allt mitt góða stuðningsfólk aftur og gera aftur það sem ég elska að gera.“
Sjá einnig: Hvað er meldóníum?
Sharapova viðurkenndi að hafa notað meldóníum í langan tíma en vissi ekki að það hefði verið sett á bannlista í upphafi árs 2016.
Sport