Stjórn Trump afnemur vernd fyrir innflytjendur sem voru fluttir sem börn til Bandaríkjanna Kjartan Kjartansson skrifar 5. september 2017 15:24 Innflytjendur og stuðningsmenn þeirra mótmæltu afnámi DACA fyrir utan Hvíta húsið í dag. Vísir/AFP Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi. Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna tilkynnti í dag að ríkisstjórn Donalds Trump ætlaði að fella úr gildi vernd sem fólk sem var flutt ólöglega til Bandaríkjanna sem börn hafa notið úr gildi. Leiðtogar beggja flokka hafa varað við því að fella verndina úr gildi. Um 800.000 manns hafa fengið atvinnuleyfi í Bandaríkjunum til tveggja ára í senn samkvæmt DACA-áætluninni svonefndu sem Barack Obama, fyrrverandi forseti, kom til framkvæmda með forsetatilskipun árið 2012. Bandarískir fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um áform Trump um að afnema þess vernd fyrir fólk sem hefur alist upp í Bandaríkjunum og var ekki sjálfráða þegar það var flutt ólöglega til landsins. Samkvæmt henni hafa ungir innflytjendur sem eru gjaldgengir til að sækja um verndina ekki þurft að óttast að vera vísað úr landi.Frestað um hálft ár svo þingið geti brugðist viðTrump eftirlét Jeff Sessions, dómsmálaráðherra sínum, hins vegar að tilkynna um ákvörðunina um að fella DACA úr gildi í dag. Sessions lagði áherslu á að áætlunin stæði á veikum lagalegum grunni og líklegt væri að dómstólar myndu telja hana stangast á við stjórnarskrá. Nokkur ríki höfðu hótað að höfða mál gegn alríkisstjórninni vegna áætlunarinnar. Sessions sagði að dómsmálaráðuneyti hans myndi ekki verja DACA fyrir dómstólum. Tók hann þó fram að ákvörðunin þýddi ekki að fólkið sem hefði notið verndar væri slæmt. Ríkisstjórnin væri aðeins að framfylgja bandarískum innflytjendalögum. Hálft ár mun þó líða þar til ákvörðunin tekur gildi að sögn Washington Post en Sessions sagði að það gæfi Bandaríkjaþingi ráðrúm til að bregðast við ef því svo sýndist. Leiðtogar bæði repúblikana og demókrata hafa varað við því að fella DACA úr gildi síðustu daga. Þá er talið að Obama muni senda frá sér yfirlýsingu vegna ákvörðunar Trump. Hann hefur haldið sig til hlés frá því að hann lét af embætti og veigrað sér við því að gagnrýna Trump með beinum hætti. Politico greindi frá því í gær að hann hefði þegar undirbúið yfirlýsingu sem hann hygðist birta á samfélagsmiðlum.Uppfært 16:25Upphaflega stóð að nokkur ríki hefðu höfðað mál gegn alríkisstjórninni vegna DACA. Rétt er að þau hótuðu málshöfðun felldi Trump áætlunina ekki úr gildi.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46 Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Erlent Fleiri fréttir Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Sjá meira
Trump hvattur til að hlífa ungum innflytjendum Trump hefur lýst því yfir að hann hyggist afnema DACA-áætlunina en talsmenn Hvíta hússins segja hann munu tilkynna um ákvörðun sína á þriðjudag. 1. september 2017 23:46
Segja að Trump vilji nema áætlun sem ver börn ólöglegra innflytjenda úr gildi Forsetinn hyggst gefa Bandaríkjaþingi sex mánuði til að smíða nýja löggjöf til að koma í stað DACA-löggjafarinnar svokölluðu sem tók gildi árið 2012. 4. september 2017 10:44