Snapchat-stjarnan Vargurinn fangaði örn skammt frá Ólafsvík Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:10 Snorri Rafnsson með örninn sem hann fangaði um átta kílómetra frá Ólafsvík. Hann sýndi ferlið allt saman á Snapchat. Stefán Hilmarsson Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn. Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn.
Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Fleiri fréttir „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Sjá meira