41,5 prósent kjörsókn í blóðugum kosningum í Venesúela Kristín Ólafsdóttir skrifar 31. júlí 2017 07:48 Mótmælendur komu saman í höfuðborg Venesúela, Caracas, vegna kosninganna í gær. Vísir/AFP Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl. Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Yfirvöld í Venesúela hafa tilkynnt um 41,5 prósent kjörsókn í umdeildum kosningum sem haldnar voru í gær. Kosið var um nýtt stjórnlagaþing en stjórnarandstaðan dregur yfirlýstar tölur um kjörsókn í efa. Stjórnarandstaðan í Venesúela sagði að 88 prósent kjósenda hefðu setið heima í kosningunum. Þá neitar andstaðan að taka kosningarnar gildar og hefur kallað eftir frekari mótmælum, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins. Ofbeldi setti mark sitt á kosningarnar í gær en að minnsta kosti tíu létust í mótmælum vegna þeirra. Forseti Venesúela, Nicolás Meduro, fagnaði þó kosningunum og sagði þær „stærsta atkvæði til uppreisnarinnar frá upphafi.“ Maduro tilkynnti um breytingar á stjórnarskrá landsins í maí síðastliðnum, sem kveða á um að stjórnlagaþingi verði komið á fót. Þannig verður stjórnarskráin færð úr höndum þingsins þar sem stjórnarandstaðan er í meirihluta. Kosið var um þessar breytingar í gær og þær samþykktar. Mótmælahrinan í Venesúela hefur að mestu beinst að forsetanum, Maduro, en mótmælendur hafa krafist þess að hann fari frá völdum. Þá hefur stjórnarskrárbreytingunni einnig verið mótmælt harðlega eftir að tilkynnt var um hana í maí.Leiðtogi stjórnarandstöðunar sagði „fjöldamorð“ hafa vera framið í gær Stjórnarandstaðan hefur nú boðað til allsherjarmótmæla í höfuðborg Venesúela, Caracas, á miðvikudag en þá mun nýtt stjórnlagaþing koma saman í fyrsta skipti. „Við viðurkennum ekki þetta sviksamlega ferli,“ sagði leiðtogi stjórnarandstöðunnar, Henrique Capriles, eftir að tilkynnt var um úrslit kosninganna. Þá skilgreindi hann dauðsföll í mótmælum gærdagsins sem „fjöldamorð.“ Tíu létust í mótmælum í gær en þar af voru að minnsta kosti þrír skotnir til bana í Táchira-ríki í vesturhluta landsins, tveir unglingar og hermaður. Þá var ritari ungliðahreyfingar stjórnarandstöðuflokksins Acción Democrátia, einnig skotinn til bana í bænum Cumán og maður á fertugsaldri fannst látinn á heimili sínu í Bolívar-ríki. Alþjóðasamfélagið hefur gagnrýnt ástandið í Venesúela harðlega síðustu mánuði. Bandarísk yfirvöld sögðust í gær vera að íhuga að koma á frekari viðskiptabönnum í landinu. Um hundrað manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum milli mótmælenda og öryggissveita í Venesúela síðan í apríl.
Tengdar fréttir Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54 Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45 Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19 Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23 Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49 Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Kveikt í manni við mótmælin í Venesúela Mótmælendur í Caracas, höfuðborg Venesúela, kveiktu í ungum manni í gær, sem hlaut alvarleg brunasár en komst lífs af. Þá var annar maður skotinn til bana en nú hafa 48 látist í mótmælunum. Varað er við mynd frá mótmælunum sem fylgir fréttinni. 21. maí 2017 22:54
Stjórnarandstaðan í Venesúela boðar til nýs allsherjarverkfalls Verkfallið á að standa í tvo daga – á miðvikudag og fimmtudag – en á mánudag og föstudag eru fyrirhugaðar mótmælaaðgerðir í stærstu borgum landsins. 23. júlí 2017 15:45
Varpaði handsprengjum á byggingu hæstaréttar í Venesúela Flugmaður þyrlunnar er lögreglumaður sem stal þyrlunni og notaði til árásarinnar. 28. júní 2017 08:19
Tóku hart á ömmum og öfum í mótmælagöngu Eldri borgarar í Caracas, höfuðborg Venesúela, hópuðust saman í mótmælum gegn ríkisstjórn landsins í gær. Ástandið í landinu er eldfimt. 13. maí 2017 21:23
Stjórnarsinnar börðu þingmenn í Venesúela Múgur sem styður ríkisstjórn Nicolasar Maudor forseta réðst inn í þinghúsið í Caracas og særði þingmenn og blaðamenn sem þar voru inni í dag. 5. júlí 2017 19:49
Ástandið í Venesúela: Veit aldrei hvort fjölskyldan mín komist heim heil á húfi Mótmælin í Venesúela hafa staðið yfir í 101 dag. 10. júlí 2017 12:00