Aðstæður fyrir minnihlutastjórn betri en oft áður Þorbjörn Þórðarson skrifar 31. október 2017 20:30 Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“ Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira
Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir að ekki sé hefð fyrir minnihlutastjórnum hér á landi því Alþingi sé óvenjulega valdamikið þing og yfirleitt vettvangur opinberrar stefnumótunar. Hann segir að aðstæður fyrir minnihlutastjórn séu betri núna vegna breytinga á valdheimildum ráðherra. Á hinum Norðurlöndunum tíðkast minnihlutastjórnir en ekki er sama hefð fyrir þeim á Íslandi. Fjögur dæmi eru um minnihlutastjórnir hér á landi en þær hafa þó alltaf setið til bráðabirgða. Síðast árið 2009 þegar Framsóknarflokkurinn varði ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna vantrausti. Þá var vinstristjórnin sem tók við eftir kosningarnar 2009 nánast orðin hálfgerð minnihlutastjórn undir það síðasta en lauk heilu kjörtímabili. Katrín Jakobsdóttir sagði í leiðtogaþætti Stöðvar 2 á sunnudag að það væri kannski tímabært að láta á þetta reyna að nýju. „Það eru margir sem hafa ekki trú á því að þetta sé hægt og telja að þetta snúist allt um að hafa nógu fáa flokka og nógu sterkan meirihluta. En ef við byrjum ekki á því að breyta þá breytist aldrei neitt,“ sagði Katrín.Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar.Vísir/Anton BrinkLogi Einarsson formaður Samfylkingarinnar tekur undir með Katrínu og segir vel raunhæft að skoða minnihlutastjórn. „Við erum auðvitað að reyna að mynda meirihlutastjórn en minnihlutastjórnir hafa marga kosti. Ég bjó sjálfur lengi úti í Noregi þar sem þetta tíðkaðist gjarnan. Þetta gerir það að verkum að menn þurfa að vinna öðruvísi. Menn þurfa að vera auðmjúkari og ná sáttum,“ segir Logi. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði við HÍ birti upp úr síðustu aldamótum greinina Clientelism in a Cold Climate: The Case of Iceland en þar fjallar hann meðal annars um ástæður þess að það tíðkast ekki hér á landi að stjórnmálamenn geri samkomulag um vernd gegn vantrausti gegn því að fá ákveðin baráttumál í gegn. Hvers vegna hefur ekki skapast hefð fyrir minnihlutastjórnum á Íslandi? „Ég held að það séu tvær tengdar ástæður fyrir því. Önnur er sú að það var mjög sterkt ráðherraræði á Íslandi. Ráðherrar hafa mikil völd og hafa fengið að fara með þau dálítið eins og þeim sýnist. Þegar það fer saman við ríka hefð fyrir fyrirgreiðslustjórnmálum þá þýðir það að þeir flokkar sem fengu vald yfir framkvæmdavaldinu gátu farið með mikil gæði, stöðuveitingargæði o.s.frv., eins og þeim sýndist. Fyrirgreiðslustjórnmálin og ráðherraræði eru annar hluti af skýringunni. Hinn hlutinn af skýringunni er sterkt Alþingi,“ segir Gunnar Helgi. Vinnubrögðin sem tíðkist á Alþingi geri minnihlutastjórnum erfitt fyrir. Óvenjulega valdamikið þing „Alþingi er óvenjulega valdamikið þing og það grípur mjög mikið inn í opinbera stefnumótun og er að sumu leyti vettvangur opinberrar stefnumótunar í miklu meira mæli en gildir í öðrum löndum. Það sem minnihlutastjórnir gera í Skandinavíu er að ríkisstjórnir fá til sín mikið af hagsmunaaðilum og stjórnarandstöðuflokkum til að mynda einhvers konar samstöðu um tiltekna stefnu,“ segir Gunnar Helgi. Hann segir að aðstæður núna séu ef til vill betri en oft áður. „Forsendur fyrir minnihlutastjórn eru betri núna en þær voru á hápunkti fyrirgreiðslutímans því það er búið að setja ráðherrum meiri mörk en áður. En það þyrfti að ganga lengra ef við ætluðum að fá starfhæfa minnihlutastjórn. Þeir flokkar sem ætluðu að styðja við minnihlutastjórnina yrðu að geta treyst því að stjórnin færi ekki framúr sér í pólitískum stöðuveitingum og annars konar fyrirgreiðslustjórnmálum.“
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Sjá meira