Mannskæð árás í New York: Keyrði á hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 31. október 2017 19:56 Frá vettvangi Vísir/EPA Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögreglan í New York segir að fjölmargir séu látnir eða særðir eftir að ökumaður ók upp á gangstétt og keyrði á vegfarendur á neðri hluta Manhattan, skammt frá World Trade Center. Talið er að minnst átta hafi látist. Eftir að hafa keyrt niður hjólreiðamenn og gangandi vegfarendur var bílnum klesst á annan bíl. Fór ökumaðurinn þá úr bílnum vopnaður byssu. Lögregla á vettvangi brást fljótt við og skaut manninn. Hann er nú í haldi lögreglu. Þetta segir lögreglan í New York á Twitter-síðu hennar. Fyrstu fregnir gáfu til kynna að um skotárás hafi verið að ræða en svo virðist ekki vera miðað við upplýsingar lögreglu.New York Times greinir frá því að ökumanninum hafi tekist að aka nokkuð langa vegalend eftir hjólastígnum. Þá hefur blaðið eftir heimildarmönnum sínum að byssan sem ökumaðurinn var með hafi ekki verið ekta. Þá segja heimildarmenn blaðsins einnig að maðurinn hafi kallað „Allahu Akbar“ eða „Guð er mikill“ á arabísku. Yfirvöld rannsaka árásina sem hryðjuverk en Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, segir að ekkert bendi til þess að árásarmaðurinn hafi verið hluti af einhverjum hóp, hann hafi líklega verið einn að verki.Stuyvesant High students say they saw a man shooting from a truck, and then saw the truck turn & strike a school bus https://t.co/wAKD67WRA2 pic.twitter.com/C1NINU0ZBF— The New York Times (@nytimes) October 31, 2017 Í frétt New York Post er vettvangi árásinnar lýst sem „blóðbaði.“ en NBC í New York hefur eftir embættismanni borgarinnar að maðurinn hafi keyrt niður fjölmarga vegfarendur. Fjölmörg vitni urðu að atvikinu. CNN hefur eftir heimildarmönnum innan lögreglunnar að sex hafi látist í árásinni. Málið er til rannsóknar hjá lögreglu. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna hefur tjáð sig um árásina. Þar segir hann útlit fyrir að „mjög veikur“ aðili hafi framið árásina. Slíkt sé ekki í boði í Bandaríkjunum.Fyrirsögn þessarar fréttar hefur verið breytt samkvæmt nýjustu upplýsingum. Fréttin verður uppfærð.The vehicle struck multiple people on the path. There are several fatalities and numerous people injured.— NYPD NEWS (@NYPDnews) October 31, 2017 In NYC, looks like another attack by a very sick and deranged person. Law enforcement is following this closely. NOT IN THE U.S.A.!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 31, 2017
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira