Rúnar átti frábæran leik í marki Nordsjælland þegar liðið vann 1-4 útisigur á AGF á föstudaginn.
Rúnar var sérstaklega öflugur í seinni hálfleik. Hann varði þá vítaspyrnu frá Morten Duncan Rasmussen, sá við Kasper Junker er hann slapp í gegn og varði svo langskot frá Tobias Sana í horn.
Rúnar hefur leikið alla 14 leiki Nordsjælland á tímabilinu. Liðið situr í 3. sæti dönsku deildarinnar með 29 stig, einu stigi á eftir toppliði Bröndby.
Vörslurnar hjá Rúnari gegn AGF má sjá með því að smella hér.
Betfair Rundens Hold er klar!#sldk #rundenshold pic.twitter.com/xMEn1g88c3
— Alka Superliga (@Superligaen) October 31, 2017