Sækir um hæli á Íslandi eftir sautján ár í Noregi Atli Ísleifsson skrifar 31. október 2017 08:36 Mahad Mahamud kom til Noregs árið 2000, þá fjórtán ára gamall. Skjáskot, TV2 Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun. Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira
Lífeindafræðingurinn Mahad Mahamud hefur sótt um hæli á Íslandi eftir að hafa verið sviptur norskum ríkisborgararétti á síðasta ári. Mál hins 31 árs Mahamud hefur vakið talsverða athygli í Noregi en hann hafði búið í Noregi í sautján ár. Ákveðið var að svipta hann ríkisborgararétti þar sem yfirvöld sögðu hann hafa gefið upp rangt upprunaland á þeim tíma sem hann sótti um hæli í Noregi árið 2000, þá fjórtán ára gamall. „Ég var á leiðinni til Kanada en ég var stöðvaður þegar ég millilenti á Íslandi. Eftir að ég greindi frá atvikum málsins sögðu þeir „Þú gætir sótt um hæli hjá okkur“,“ segir Mahamud í samtali við norska TV2. Í frétt TV2 kemur fram að yfirvöld í Noregi vilji meina að Mahamud sé frá Djíbútí en ekki Sómalíu, líkt og hann gaf upp þegar hann kom til Noregs árið 2000. Nafnlaus ábending hafði þá borist norskum yfirvöldum.Stefndi norska ríkinu Mahamud stefndi norska ríkinu eftir að norskur ríkisborgararéttur hans var afturkallaður á síðasta ári, en tapaði málinu í héraðsdómi í Ósló í mars. TV2 greinir frá því að fyrst hafi hann misst ríkisborgararéttinn, svo íbúð sína í Nittedal og loks atvinnuleyfið sitt. Missti Mahamud þar með starf sitt á Ullevål sjúkrahúsinu í Ósló. Mahamud dvelur nú á heimili fyrir hælisleitendur í Hafnarfirði. Arild Humlen, lögmaður Mahamud, segir í samtali við TV2 að hann telji líklegt að íslensk yfirvöld muni senda Mahamud aftur til Noregs á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar. Þó sé íslenskum stjórnvöldum frjálst að skoða málið, og veita honum hæli, taki þau það gilt að hann sé frá Sómalíu. Búið er að áfrýja dómnum sem féll í mars og verður málið tekið fyrir í efra dómsstigi í ágúst á næsta ári.NRK og Verdens Gang fjalla einnig um málið í morgun.
Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Innlent Fleiri fréttir Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Esjustofa í endurnýjun lífdaga Umfangsmikil uppbygging við andapollinn sé „stórlega ýkt“ Máttu ekki vísa mæðgunum úr félaginu í fimmtán ár Hellisheiði lokað til vesturs og fylgdarakstur um Hvalfjarðargöng í alla nótt Bandaríkin muni semja Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Hryðjuverkaógn, setustofa á Esjunni og milljarðar í húfi Sjá meira