Handbolti

Kristianstad kláraði deildarkeppnina með níunda sigrinum í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnar Freyr Arnarsson hefur spilað vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku.
Arnar Freyr Arnarsson hefur spilað vel á sínu fyrsta tímabili í atvinnumennsku. vísir/getty
Arnar Freyr Arnarsson og Gunnar Steinn Jónsson skoruðu sitt markið hvor fyrir Kristianstad sem vann eins marks sigur, 28-27, á Ricoh í lokaumferð sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta í kvöld. Ólafur Guðmundsson var hvíldur í leiknum.

Kristianstad var þegar búið að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en liðið vann níu síðustu leiki sína í deildinni.

Magnús Óli Magnússon skoraði eitt mark fyrir Ricoh og Daníel Freyr Andrésson varði fjögur skot í markinu. Ricoh endaði í 10. sæti deildarinnar.

Atli Ævar Ingólfsson komst ekki á blað þegar Sävehof sem vann nauman sigur á Malmö, 25-24. Fyrrum samherji Atla Ævars hjá HK, Leó Snær Pétursson, skoraði tvö mörk fyrir Malmö sem endaði í 4. sæti deildarinnar. Sävehof endaði í því sjötta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×